Trump, Trump, Trump.

 Þessi nýja og óvænta tilkynning Trumps kom öllum svo sannarlega á óvart. Einnig þeim þremur samlöndum okkar, sem nýkomnir eru frá BNA og smituðust þar. Í BNA eru sennilega tíu þúsund  sinnum fleiri smitaðir nú þegar, en opinberar tölur segja til um. Skimun kostar þar stórfé, tekur marga daga og hinn almenni borgari stendur ekki í slíku, hvaðan svo sem hann er að koma.

 Þrjátíu daga ferðabann í BNA,  til og frá Evrópu, fyrir utan þá sem ætla til og frá Bretlandi er svo geggjað dæmi, að að baki svona tilkynningu getur trauðla verið nokkur skynsemi, eða hvað? Getur verið að Trump sé búinn að teikna einhverskonar viðskiptadæmi út úr þessu öllu saman? Skítt með dánartölur og þá mannlegu eymd og vanlíðan, sem fylgir vírusnum, ef hægt er að græða pínulítið í leiðinni?

 Vísitölur á verðbréfamörkuðum taka nánast jafnmikið pláss í fréttum og fréttir af útbreiðslu veirunnar. Hvað ætli valdi því? 

 Icelandair og önnur félög lækka og hækka um milljarða króna, eftir því hvernig vindar blása á hlutabréfamarkaði. Í eðlilegu og stöðugu árferði fara efnahagsfréttamenn hamförum, ef einhver á markaðnum hækkar eða lækkar um hitt eða þetta. Hvað segja þessar hækkanir og lækkanir? Jú, þær segja okkur það, að ef einhver kaupir hlut í félagi á genginu 4, sem skráð er á 5, hafi verðmæti fyrirtækisins lækkað um 2o%. Það fylgir hinsvegar sjaldnast sögunni hvað verslað var fyrir mikið og þó það sé tekið fram, fá fáráðir efnahagsfréttamenn og talnarýnar það út að fyrirtæki sem eru tug og jafnvel hundraða milljarða virði, bara í eignum einum saman og án ofmetinna viðskiptavilda, hafi lækkað um milljarðatugi, í tuttugu milljóna króna viðskiptum.

 Fyrsta skref sem ætti að taka núna um allan heim er að loka öllum kauphöllum og skikka fyrirtæki heimsins til eðlilegra viðskiptahátta, í stað rússneskrar rúllettu eða Las Vegas spilafíknar í fáránleika kauphallakjaftæðisins!

 Það eru ekki margir dagar í að Trump endurmeti stöðuna og stytti farbannið um að minnsta kosti helming, ef ekki meir. Hlutabréfamarkaðurinn nær með því móti vopnum sínum á ný og þeir sem eiga megnið af peningum heimsins ná þeim endanlega að öllum hluta undir sig í ódýrum hlutabréfum “verðlausra” fyrirtækja um allan heim.

 Karlfíflið veit alveg upp á hár(appelsínugult eins og á úlfalda, hvort sem horft framan í eða í hnakkann) hvað hann er að gera.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ekki nægur tími til að láta vita af ferðabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Halldór, góð greining. Sennilega eiga margir eftir að taka flugið á meðan veislan stendur.

Kveðja suður um höf.

Magnús Sigurðsson, 13.3.2020 kl. 06:28

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þú ert ábyggilega líka sjúkur.

Hvað eigum við að gera við þig? henda þér í ruslatunnua?

Örn Einar Hansen, 14.3.2020 kl. 18:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eigðu sjálfur góðan dag í sorpinu, Bjarne ;-)

Halldór Egill Guðnason, 24.3.2020 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband