Hvað er að gerast í BNA?

 Tvö gamalmenni keppast nú um að verða forsetaefni demokrata í BNA í komandi kosningum. Annar sósíalisti og hinn elliær. Púfff! Er þetta uppstillingin gegn Donald Trump? 

 Hvor sem hlýtur tilnefninguna, er eins gott að varaforsetaefni beggja sé að minnsta kosti hálfri öld yngri. Demókratar hljóta að vera í, ekki djúpum skít, heldur engu nema skít, ef þetta er úrvalslið þeirra. 

 Donald Trump verður sennilega seint talinn til mestu mannvitsbrekkna mannkyns og í raun nú þegar, talinn alger vitleysingur í sinni stöðu. Gaman að karlinum af og til og hann hefur svo sannarlega ekki gert efnahagskerfi BNA neitt illt. Þvert á móti hefur í fyrsta sinn í mörg ár mátt sjá uppgang og efnahagslegar umbætur í forsetatíð hans. Enginn getur tekið það af honum, nema það að flestir vita að hann ákvað ekkert af þessu, heldur ráðgjafar og þeir sem komu honum í embætti á sínum tíma. Þeir sem kusu hann, fá lítið fyrir sinn snúð. Maðurinn er hinsvegar algert fífl í allri framkomu og sjálfselsku. Algert fífl. Algert fífl og á stundum alger trúður. Mest á Twitter. Svona eins og óharðnaður, ofdekraður pabbastrákur með enga hugmynd um neitt. Sorry, varð bara að segja þetta.

 “In the land of the free, with these terrible options only available, God Save America”

 Spennandi verður framhaldið, svo ekki sé meira sagt.

 “America great again”? eða 

  Alzheimer?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 

 


mbl.is Biden lofar kvenkyns varaforsetaefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirlægjan kostar sitt!

 Það er ekkert minna en ömurlegt að horfa upp á hérlenda ráðamenn líta út eins og algera bjálfa, þá tilskipun kemur frá Brussel um lokun Schengen svæðisins. Aldrei nokkurn tíma í lýðveldissögunni hefur ríkisstjórn litið eins illa út. Í ástandi sem hún hélt sig ráða einhverju í og hefði átt að ráða, væri hún sjálfstæð. Skömmin er alger og svívirðileg. Öll á kostnað stjórnvalda og þeirra sem sjá ávallt grasið grænna,  hinum megin girðingar. Í viðtölum við barnunga og algerlega reynslulausa ráðherra, eiga þeir engin svör sem von er. Sömu ráðherrar og hafa unnið að því öllum árum undanfarið að færa meira vald til Brussel og treysta á að allt sem þaðan kemur sé okkur ávallt til góða. Nú hittir reynsluleysið, undirlægjuhátturinn og valdagræðgin þessa krakkabjálfa illa fyrir og sennilega færi þeim betur að lækka aðeins rostann og sjálfhverfuna í samtali sínu við þjóðina.

 Ríkisstjórnarfundur Ríkisstjórnar Íslands um þetta mál skiptir engu máli, hvern svosem tíma sólarhringsins haldinn. Ríkisstjórn Íslands hefur ekkert lengur um þetta mál að segja. Er þetta almennt talið í lagi, eða er ekki kominn tími til að hamra á sjálfstæði lands okkar?

 Brussel er búið að ákveða! Hvaða svo sem geltir úr unglingabarka Ríkisstjórnar Íslands, skiptir ekki nokkru einasta máli. 

 Brussel er búið að loka Íslandi! Til hamingju fullveldisafsalssinnar Íslands.

 Sorgarstundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Hafa hingað til talið bann hafa litla þýðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband