15.8.2007 | 23:45
Básendaflóð og bryggjuhverfi!!
Plássleysi virðist hrjá bæjar og borgaryfirvöld á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar svo alvarlega, að farið er að fylla fram fjörur með strandlengjunni, sem síðan á að nota til húsbygginga. Ekki nóg með þetta, heldur er nú enginn maður með mönnum nema byggja a.m.k. 8-30 hæðir og þá helst á fjörubrúnum framan við núverandi byggð, eða grænum svæðum, sem á skipulagi eru ætluð til útivistar og ánægju fyrir íbúana. Byggt neðst við strandlengjur, sem tryggir, að þeir sem innar, eða ofar í bæjunum búa, fá ekki notið sólar lengur. Ganga menn svo hart fram í þessum uppfyllingar og háhýsafasisma, að ekki er lengur hlustað eða tekið tillit til nokkurra mótbára. Grænir reitir meira að segja veðsettir í bönkum landsins, þó ekki hafi einu sinni fengist leyfi til bygginga á þeim. Upp skulu turnarnir og fjörurnar fylltar langt fram í Faxaflóa, með draumabyggð á hafnarbakkanum. Bryggjuhverfi, bryggjuhverfi, bryggjuhverfi. Meira að segja kynnt með myndum, þar sem börn eru að leik innan um bryggjupolla og allir brosa hringinn af hamingju. Ekki nema á bilinu 3-6 metrar niður í sjó (lóðrétt stálþil), eftir flóði eða fjöru, en gleymist yfirleitt alltaf að sýna á myndunum hvernig blessuð börnin eigi að koma sér aftur á þurrt, ef svo illa vill til að einhverju þeirra skriki fótur og falli í sjóinn við leik sinn. Hafflöturinn eins og heiðartjörn og voða voða gaman hjá öllum á myndunum. Sól í heiði og passað að ekki sjáist á kynningarmyndunum að skuggi hvílir yfir heilu og hálfu hverfunum á öðrum tímum, en rétt yfir blá hádegi miðsumars. Allt voða fallegt.
Fyrir margt löngu urðu hamfarir við suður og suðvestur horn landsins sem kenndar eru við Básenda. Svokallað Básendaflóð reið þá yfir mest allt suðvestur horn landsins með ógurlegum krafti og færði á kaf stór landsvæði, auk þess sem stórgrýti og sjógangur rauf gríðarstór skörð í strandlengjuna. Það fólk sem á þessum tíma varð fyrir barðinu á þessum hamförum brosti ekki hringinn eða lék sér fáklætt við bryggjupolla. Ef menn halda að nokkuð líkt Básendaflóðinu ógurlega geti ekki gerst aftur, vaða þeir hinir sömu í villu og svima. Sennilega mest þó gróðasvima. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slíkt gerist aftur. Það MUN gerast aftur, en það á bara að taka sjensinn og fylla móti sjó, byggja þar hús og vona síðan það besta! Það versta við þetta allt saman er það, að því miður selst þetta allt saman eins og heitar lummur. Sennilega vegna þess að þeir sem kaupa hafa aldrei á Básendaflóð heyrt mynnst, eða gera sér yfirleitt í hugarlund hver ógnarkraftur hafsins er. Megi allar góðar vættir vera með þessu blessaða fólki þegar ósköpin dynja yfir. Fáviska mannanna á sér greinilega engin takmörk og endalaust virðist hægt að selja allan fjárann. Meira að segja dauðagildrur!10.8.2007 | 16:55
CSD500! -Bílaframleiðendur í bobba!
CSD500- Þetta vöruheiti eða tegundarnafn á ekki merkilegra fyrirbæri en gúmmítúttu, setur bílaframleiðendur og fleiri í talsverðan bobba. Sé fram á að fljótlega munum við sjá Volvo GLSE-XTR-3600-TDI- 2,9SL-DOCH-TURBO-INTERCOOLER-PREMIUM-7000, á götunum. Tæplega fara Volvo, Ferrari og fleiri að hafa færri aukastafi í tegundunum hjá sér en DUREX, þó þar sé alltaf gaman.........saman.
Mynnir um margt á þann tíma, þegar hægt var að kaupa BMX-TURBO.....reiðhjól
![]() |
Miklar vonir bundnar við nýjan smokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2007 | 21:39
Bless Akureyri!
Það er ekki ætlun mín að réttlæta bannið á tjaldstæðum Akureyrar, þar sem ákveðinn aldurshópur var nánast útilokaður frá tjaldstæðum bæjarins. Hefði mátt taka öðru vísi á því máli og mun fyrr en gert var. Var sjálfur staddur á Akureyri á Bíladögum fyrir skömmu síðan og skil eftir þá helgi að margir hafi viljað forðast slíka uppákomu og þá sem átti sér stað þá helgi. Bærinn hreinn og klár viðbjóður yfir að líta og framkoma og umgengni með slíkum ósköpum að varla er hægt að segja frá. Tuðaði reyndar í hneykslan minni um það á blogginu með nánari lýsingum. Þeir sem auglýsa flölskylduskemmtanir, en eru í raun að gera út á hamborgarasölu og okurprísa til sauðdrukkinna unglinga ættu frekar að sækja um leyfi fyrir slíkum samkomum utan allra bæjarmarka. Þar getur fólk a.m.k. gengið örna sinna í guðs grænni náttúrunni, en ekki í húsagörðum, mygið þar sem það stendur í gras eða möl og gargað og öskrað eins og lungun leyfa, án teljandi truflunar við aðra en þá sem vita út á hvað slík skemmtun gengur og eru með nærveru sinni með það á hreinu. Legg til nafnið "Bless Akureyri" á slíka skemmtun. Frysta hamborgarana og ruslfæðið sem gekk af þetta árið, ( Þetta er hvort eð er algert ruslkjöt sem skiptir engu hvað er gamalt þegar ölvaður og hlandblautur viðskiptavinur á í hlut) Halló Akureyri væri fyrir þá sem hægar ganga um gleðinnar dyr og hafa jafnvel börnin með í för. Þannig er nú það og ekki tuðað frekar um þetta málefni, nema af algerri nauðsyn.
![]() |
Tæplega hundrað manns skrifað undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 14:23
Fleiri "draugahestar"
Búinn að leita af mér allan grun hjá Bensa og Helgu í Miðengi. Þar fann ég enga ljósálfa, en enn og aftur byrtust "draugahestarnir í dimmumótunum. Nú hvorki fleiri né færri en þrjú stykki! " Beat that" Magnús Skarp og co. Fríið á enda og við tekur hversdagsleikinn ógurlegi.
2.8.2007 | 23:08
Púströra"töffarar" og lögguleysi í Mosó.

31.7.2007 | 20:13
Ljósálfar í Miðengi !
Var staddur á ættarmóti að Miðengi í Grímsnesi um nýliðna helgi. Góð mæting og mjög gaman. www.midengi.is Var rétt í þessu að horfa á Magnús Skarphéðinsson sýna myndir af "ljósálfum" frá Miðengi í Kastljósi Sjónvarpsins og sá ekki betur en einn frænda minna væri með á myndinni. Ekki urðu menn hins vegar mikið varir við "ljósálfa" um helgina en fífa fauk þar hins vegar talsvert um. Sá hins vegar þegar rökkva tók, hest sem bar við síðustu skímu dagsins og sat heillaður um stund og naut augnablikksins. Hvort hestur þessi var köflóttur (Eins og Brattur bloggvinur minn kallar það), teinóttur eða annars litar sá ég ekki, en "mótífið" var fallegt og þögnin þægileg. Myndin frekar óskýr og vil byðja Magnús og co að grípa þetta nú ekki á lofti og fara að ræða um draugahesta í Miðengi. "Ljósálfar" duga alveg.
30.7.2007 | 23:25
"Bullshitorette"
![]() |
Fyrsta Bachelorette barnið fætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2007 | 14:35
Símasamband(sleysi)
Á ferðalagi mínu um Reykhólasveit, Barðaströnd og víðar, fyrr í vikunni varð ég illa var við það, hve háður maður er orðinn farsímanum og því að geta verið í "sambandi" sinkt og heilagt. Ekki það að nein neyð steðjaði að, heldur hitt að vita til þess að ef ske kynni að eitthvað óvænt kæmi uppá, væru manni allra bjargir bannaðar, svona símalega séð. Undarlegt að frá Búðardal, víða í Reykhólasveit og öðrum stöðum skuli ekki vera neitt símasamband. Árið er jú 2007, eða er það ekki annars? Léleg þjónusta hjá símafyrirtækjunum, svo ekki sé meira sagt. Ef maður vill ekki láta ná í sig í síma slekkur maður einfaldlega á honum. Að það sé svo "dásamlegt" að geta ekki hringt eða látið hringja í sig er ég sennilega of tæpur til að skilja eða sjá rómantíkina í.
27.7.2007 | 01:49
Frá Reykhólum að Breiðuvík
18.7.2007 | 14:07
Munar öllu - eða hvað?
![]() |
Lögregla kölluð til vegna tillitsleysi ökumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |