31.10.2015 | 19:13
Krían er komin!
Þá er blessuð krían komin hingað "niður eftir" til Tierra del Fuego, eða Eldlandsins eins það er gjarnan kallað. Það er eiginlega ekki hægt annað en að dást að seiglunni í blessaðri kríunni. Hvort þær sem hingað eru komnar komi frá Íslandi er ekki nokkur leið að segja til um, en um langan veg hafa þær farið, svo mikið er víst. Næst á eftir hvítabjörnum, á krían ákveðinn sess í huga tuðarans og gleðst hans litla hjarta og einfalda sál ávallt jafn mikið, þegar sést til fyrstu kríanna, að vori til. Tuðarinn nýtur reyndar þeirra forréttinda að geta glaðst yfir komu kríunnar tvisvar á ári og í bæði skiptin að vori. Má segja að það skipti um árstíðir átta sinnum á ári hjá kvikyndinu, en það hefur ekki endilega tóma kosti í för með sér, þó gaman sé að sjá fyrstu kríurnar tvisvar á ári. Það er nefnilega ekkert grín að þurfa að taka fram og síðan ganga frá, hinum ýmsa búnaði og fatnaði, sem tilheyrir hverri árstíð. Það er t.a.m. ekkert grín að þurfa að skipta um dekkjagang á ökutækjum fjórum sinnum á ári, nú eða brölta með skíði og skauta upp og niður af háaloftum jafnoft. Þetta verður hinsvegar allt að aukaatriðum, þegar krían loks kemur.
Göðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem sæljón leika við hvurn sinn fingur og mörgæsir fljúga um loftin blá ....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2015 | 21:15
Hver borgar?
Ekki skil ég hvernig madur kom fjórum börnum á legg, án nokkurs orlofs, annars en thess, sem ég ávann mér sjálfur ásamt eiginkonunni. Hefur einhver úr rödum eydslufylkingarinnar lagt fram sambaerilegt frumvarp til handa öldrudum og öryrkjum? Vaeri ekki naer ad rétta theirra hlut, frekar en fullhrausts fólks, sem getur vel unnid sína vinnu áfram, ásamt thví ad ala önn fyrir ungvidi sínu. Hver borgar svo brúsann? Jú "Ríkid", en skelfing virdist mörgum fyrirmunad ad átta sig á thví hvad thetta "Ríki" er. Man ekki betur en Sigrídur Ingibjörg hafi eitt sinn komid fram á rúv og haldid fram ad faedingarorlofssjósruglid hefdi thá thegar kostad allt of mikid. Hún var reyndar tilheyrandi ödrum stjórnarflokknum á theim tíma, svo vidsnúningurinn er svosem skiljanlegur og vidbúinn. Málefnathurrd og populismi og ekkert annad. Ekki ord um thad meir.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
(Afsakid stafaruglid, en takkabordid er ekki fyrir hid ástkaera ilhýra)
![]() |
Vilja lengja fæðingarorlofið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2015 | 02:16
Alger geggjun!
Í stad thess ad létta undir med tyrkjum, er med áaetlun thessari lagdar enn meiri skuldbindingar á thá. Tyrkir eiga sem sagt ad útvega öllum flóttamönnum áritun, skrá alla og merkja, samkvaemt gudsígildis evrópustudlum, ádur en their senda fólkid í gúmmíbátum yfir sundid til Grikklands og thadan út um alla Evrópu. Evrópusambandskarlaklúbburinn er kominn út í horn og farinn ad drulla upp í sig. Thvílík déskotans della sem thetta er ordin. Legg til ad Ísland fari ad hnika höfdi sínu til vesturs og gleyma barasta thessu skrímsli, sem leggur nú nótt vid dag, vid ad tortíma sjálfu sér. Horfa einnig yfir thennan vidbjód og til austurs, thar fyrir austan. Allt annad en koma nálaegt thessum sora, sem evrópusambandid er ordid og hefur reyndar ávallt verid. Aetla sídan medfram áaetlun sinni ad halda áfram vidraedum um inngöngu Tyrklands í evrópusambandid!? Alger geggjun, er thad eina sem haegt er ad segja um thetta. Alger geggjun! Tyrkland verdur aldrei hluti af Evrópu. Thad hefur aldrei stadid til og mun aldrei verda, thó landamerki thess séu á einhverjum landfraedilegum, en jafnframt huglaegum gatnamótum. Tyrkir eru ekki evrópubúar. Their tilheyra austurlöndum, sama hvada skilyrdi evrópusambandid setur, eda stadlar sig í duft, fyrir inngöngu ríkja. "Game over" hjá evrópusambandinu. Ekki flóknara en thad.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
(Afsakid stafsetninguna, en lyklabordid býdur ekki upp á íslenska stafi)
![]() |
Meira fyrir meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2015 | 13:14
Er búið að dæma?
Það er misjafnt hve saksóknarar eru viljugir að tjá sig um einstaka mál. Oftast nær gefa þeir ekki mikið upp, meðan á rannsókn stendur, enda getur það skaðað meðferð mála, sem eru í vinnslu. Í þessu tilfelli er búið að kæra, en ekki liggur enn fyrir hver upphæðin er, sem kært er fyrir undanskot á. Rannsókn hvergi nærri lokið, en saksóknari tjáir sig um málið eins þetta sé nánast afstaðið. Þetta geta varla talist góð vinnubrögð. Hvernig má það vera að ákæruvaldið gasprar í fjölmiðla í miðri rannsókn og gefur eitthvað til kynna, sem jafnvel stenst síðan ekki að lokum? Þetta eru fáheyrð vinnubrögð og embætti "Sérstaks" engan veginn til framdráttar. Það þarf ekki lögfróða til að sjá það, eða hvað?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fjárhæðin mun hærri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 17:04
"Skussarnir" eru greinin eins og hún leggur sig.
Alveg er það magnað, hve vinstri hjörðin hoppar á hvern vagninn á fætur öðrum í fáránlegum popúlisma, þessa dagana. Aðbúnaður svína hefur verið vel þekktur árum saman. Það hefur bara aldrei verið sýnd mynd af því í fjölmiðlum fyrr, á Íslandi, hverslags hörmungaraðstæður þessi dýr eru alin upp við. Ástandið í dag er ekkert verra en fyrir einhverjum árum. Hérumbil grátlegt og í raun svínslegt að horfa upp á stjórnarandstöðu sem virðist algerlega málefnaþrotin, eyða tíma Alþingis í þessa umræðu, vegna þess að mynd var sýnd af aðbúnaðinum. Fyrr má núvera málefnaþurrðin. Aðbúnaður svína er óásættanlegur. Um það deila fáir. Aðbúnaður aldraðra og öryrkja er það einnig. Ekki hafa margir þingmenn sett sig á mælendalista fyrir þeirra hönd, svo neinu tali taki. Svínin eru komin í forgang, því það "lúkkar" betur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Birtum lista yfir skussana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 16:14
Frétt eða fréttatilkynning?
Það er lágmarkskrafa til "blaðamanna" á öllum fjölmiðlum, að þeir geri greinarmun á fréttum, fréttatilkynningum og auglýsingum. Þessi "frétt" er t.a.m. ekki frétt, heldur fréttatilkynning, sem tekið er við úr hendi "fjármálasnillinga" og skellt á mbl.is án nokkurrar umhugsunar. Þetta ber vott um algeran roluhátt, leti og slæma blaðamennsku. Nokkuð sem hjálpaði heilmikið til með að hér fór allt til fjandans 2008. Er ekki kominn tími til gagnrýninnar fréttamennsku, eða nenna fréttamenn yfir höfuð ekki að standa í slíku, þegar svo auðvelt er að fá afhentar fréttatilkynningar?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Kvika selur stóran hlut í Íslenskum verðbréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 16:03
"Eftiráspeki" og gagnrýni.
Er ekki öll gagnrýni eftiráspeki? Það er trauðla hægt að gagnrýna eitthvað fyrirfram, eða hvað? Sjálfsagt hægt ef allt liggur ljóst fyrir, en íþessu söluferli var ekki svo. Vonandi lætur almenningur ekki glepjast af svona "útboðsdellu" þar sem elítan fær að kaupa fyrst, undir áætluðu gengi, en mylsnan er síðan seld á hærra verði til almennings. Þó hlutirnir séu "óseljanlegir" í einhvern tíma, vita allir að þetta tekur að ganga kaupum og sölum um allan bæ, upp á væntanlegan gróða. 2007 virðist tútna út á ný og flestum finnst það baraata í lagi. Við erum ekki lengur hnýpin þjóð í vanda. Við erum galin þjóð með fármálamarkaðsfjanda!
Göðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Segir gagnrýni vera eftiráspeki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2015 | 00:38
Hvursu mörg mistök þarf til svo BNA læri eitthvað?
Bandaríkjamenn studdu og gerðu Saddam Husseins að því sem hann varð, með stuðningi sínum við hann í stríðinu við Íran. Í því stríði einu er talið að um ein milljón manna hafi verið drepin. Bandaríkjamenn bjuggu einnig til Talibana, með stuðningi sínum við þá, er sovétmenn réðust inn í Afganistan. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hófu og síðar slátruðu arabíska vorinu. Bandaríkjamenn bjuggu til ISIS með vopnaflutningum til þeirra, auk fjárhagsaðstoðar. Hörmungarsaga Bandaríkjanna í Austurlöndum er svo "absúrd", að það er hreint með ólíkindum að loks nú skuli þeir vera að ranka við sér og átta sig á því að sennilega sé nú ekkert voðalega sniðugt að búa til og styrkja fleiri uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn gegn hverjum? "Í reykfylltum bakherbergjum" reykja á sama tíma Sádarnir sína gullslegnu vindla og kynda undir bálinu öllu, í nafni Islam. Bandaríkjamenn virðast ekki hafa neitt vit á neinu, ef það tengist ekki byssum. Þeir eru meira að segja svo iðnir við að drepa hvorn annan, heima fyrir, að maður nennir varla að lesa um það lengur. Það er ekkert að ganga upp hjá þessari alheimslöggu. Tala látinna í þessu rugli þeirra í austurlöndum og um allan heim reyndar, er sennilega einhversstaðar milli tvær og hálf til þrjár milljónir manna, ef allt er talið, síðustu þrjá áratugi! Er ekki kominn tími til að völdin séu tekin af vopnaframleiðendum! Það eru jú þeir sem stjórna. Það væri galið að álykta öðruvísi. "Frændur" okkar svíar, eru þar með stórtækari aðilum, en þeir bandarísku bera að sjálfsögðu höfuð og herðar yfir allan pakkann. Rockefellarnir og aðrar ættarblokkir, geta hreinlega sett af stað stríð þegar þeim hentar. Lagerinn orðinn nógu bústinn og kominn tími á smá "action". Það er ferlega fúl staðreynd.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Þjálfun nýrra uppreisnarmanna sett á bið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2015 | 01:54
"Erfidrykkjur"
Erfidrykkjur eru dulítið sérstakt fyrirbæri í íslenskri menningu. Að lokinni athöfn, þar sem ríkisstarfsmaður kastar rekunum og holdgerir um leið hinn látna til móður jarðar, strunsa kirkjugestir á eftir boxinu og taka síðan til áts. Erfidrykkjan er hafin. Enginn, eða í það minnsta fáir, taka til máls. Þó er ef til vill sumum þungt um hjarta og nægir ekki í sálinni að láta einhvern prest eiga síðasta orðið. Það er étið í hljóði og helst ekki haft hátt. Þegar síðan nánustu ættingjarnir loks koma til baka, úr hinni raunverulegu jarðarför, eru flestir gestir farnir, eða að fara og lítið annað eftir á boðsstólum en ristað brauð og núðlur. Það er mitt álit að í hverri einustu erfidrykkju ætti kistan að standa sem miðja veislunnar og jafnvel þjóna sem bar. Það er svívirðileg skömm við þann látna að leyfa honum/henni ekki að taka þátt í gleðskapnum. Veislugestir ættu að hafa aðgang að "míkrófón" og þeir eða þær, sem þekktu, störfuðu með, eða tengdust hinum látna á einhvern hátt, auk fjölskyldunnar, ættu þannig síðustu orðin um þann dauða. Dulítið klikkuð pæling, en erfðaskráin mín leyfir ekkert déskotans kjaftæði. Ef það verður veisla að mér gengnum, sem nú nálgast óðum, heimta ég að fá að vera með! Stoltastur væri ég náttúrulega ef kistan mín væri gerð að bar, en geri það ekki endilega að skilyrði. Þeir sem þekktu mig í raun myndu skilja djókið. Við deyjum öll. Þegar að því kemur, ætti að vera búið að skipuleggja "erfidrykkjuna" í samstarfi við hinn látna, ef því verður við komið. Þetta á að sjálfsögðu einungis við um fyrirséðan dauða...svo enginn misskilji mig.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2015 | 22:58
Déskotans endalausar breytingar.
Hvers vegna er eilíflega verið að breyta þessu blessaða einkunnakerfi, svo ekki sé nú talað um kennsluaðferðir og framsetningu námsefnis? Tuðarinn tilheyrir fyrsta árgangi mengjakerfisins í menntakerfinu. Mengjakerfið gengur í fáum orðum út á það að gera kornungum börnum eins erfitt fyrir og mögulegt er, að leggja saman tvo og tvo. Áður en mengjadellunni var hraunað yfir undirritaðan, upp úr miðjum sjöunda áratugnum, hafði einföld og auðlærð kennslufræði skilað hreint ágætum árangri. Flest börn landsins, sem lærðu t.a.m. margföldunartöfluna utanað, kunnu flest og mundu hana með hreinum ágætum, áratugum seinna og jafnvel ævina alla. Á seinni hluta sjöunda áratugarins fóru hins vegar fleiri og fleiri að hallast að einhverju sem hét "sænska leiðin". Með sænsku leiðinni spruttu fram "sérfræðingar" sem töldu sig þess umkomna að flækja og erfiðleikagera menntakerfið eins mikið og kostur var. Fólk tók að nema alls kyns fræði sem talin voru "inni" og áður en varði spruttu upp allskonar erfiðleikaaukningarspesíalistar sem töldu nauðsynlegt í skjóli " menntunar Sinnar" að umbylta og breyta því sem alveg hreint þokkalega hafði gengið, áður en þessir sjálfskipuðu " sérfræðingar" litu dagsins ljós. Það er bara ein útkoma í samlagningu talna. Það þarf ekki að tengja saman mengi eða hnit, sammengi og hvað þetta bévítans drasl hét nú allt saman. Tveir plús tveir eru fjórir. Það á ekki að þurfa að rökræða það neitt frekar. Tölustafir sem einkunn, er hinn eini rétti mælikvarði á getu námsmanna. Gildir einu hve gamlir þeir eru.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
(Stafsetningarvillur eru sverum fingrum um að kenna, en ekki slæmri menntun( skrifað í iPad))
![]() |
Hvaða þýða bókstafseinkunnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)