Íslenskt stjórnkerfi í hnotskurn?

Rannsóknarnefnd Alþingis er að vinna skýrslu þessa fyrir okkur, þegnana sem höfum fólk í vinnu á Alþingi. Það erum við sem komum til með að bera hitann og þungan af misgjörðum, afglöpum, stjórnleysi, spillingu og öllu því sem "tilbehörer"í einu stykki efnahagshruni. Ef þingheimur svo mikið sem lætur sér detta í hug, eina einustu mínútu, að hægt sé að læðast með veggjum, með niðurstöðu nefndarinnar, er hætt við að "búsáhaldabyltingin" blikni í samanburði við þau viðbrögð sem hætt er við að þjóðin sýni, við þess lags háttalagi. Það er lýðum ljóst hvað olli þessari óáran sem yfir okkur gengur nú um stundir. Pukur og tilraunir til að halda niðurstöðu nefndarinnar frá sjónum almennings gæti ekki á nokurn hátt verið túlkuð öðruvísi en samsæri gegn þjóðinni. Þar sem tæpast er hægt að ætla, að þingmenn séu allir kjánar, er rétt að ætla sem svo, að jafnsjálfsögð krafa og sú, að við fáum að berja skýrsluna augum jafnharðan og hún kemur fyrir augu starfsfólks okkar á Alþingi, sé nú ekki til of mikils ætlast. Fróðlegt verður að sjá og fylgjast með framvindu þessa eldfima máls næstu dægur, vikur og jafnvel mánuði. Okkur hefur þegar verið tilkynnt að hluta niðurstöðunnar muni verða erfitt að kyngja, en við getum kyngt orðið flestu sem matreitt er ofan í okkur. Spurningin er aðeins hvort við náum að halda því niðri  og til að koma í veg fyrir varanlegt iðrafruss og ælupest, er óskandi að þingheimur ALLUR geri sér grein fyrir að þjóðinni er þegar orðið flökurt, svo það má lítið út af bera, svo ekki bresti hér á almenn flensa og þá mun svínflensan blikna í samanburði, er Tuðarinn hræddur um.
mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband