21.7.2008 | 03:06
Að skjóta, eða skjóta á.
Það er talsverður munur á því að skjóta mann eða skjóta á hann. 'Í hvert skipti sem okkur eru færðar fréttir af því að einhver hafi verið skotinn, göngum við út frá því að viðkomandi hafi verið skotinn til bana. Þannig var því alls ekki háttað í þessu tilviki, heldur var maðurinn særður, sem betur fer, en ekki drepinn. (Ekki það að það hafi sýnst nauðsyn á þessum vitleysisviðbrögðum hermannsins.) Fyrirsögnin er hins vegar villandi, eins og svo margt annað sem vellur yfir okkur þessa dagana í árlegri gúrkutíð og tilvistarkreppu hérlendra fréttamann og misviturra frétta"snarenda". Íslenskri fréttamannastétt hrakar hraðar en íslensku efnahagslífi, nú til dags, svei mér þá.
Skutu palestínskan fanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Afleysingarmennrinir/konurnar fara að fara aftur í skólann, þá kannski lagast þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 10:42
... mér finnst allaf best þegar hann Stefán á Útistöðum (Laddi) var í viðtali við fréttamann sjónvarps. Kallin var með byssu á sér, í miðju viðtali lyftir hann byssunni og skýtur á mann sem gekk framhjá... fréttamaðurinn tekur andköf og spyr; hvað ertu að gera maður?... Stefán á Útistöðum svarar þá á sinni fallegu norðlensku;
Ég hef ekki hitt kunningja minn lengi.
Brattur, 21.7.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.