Ábyrgð fjölmiðla.

Það sannast sennilega best þegar atburðir sem jarðskjálftar verða, hve mikilvægt vægi góðrar fréttamennsku er. Fjölmiðlar sem keppast við að gera sem mest úr ástandinu, dæma sig sjálfir, en þeir fjölmiðlar sem greina frá atburðum með hógværð og stillingu, miðla upplýsingum til fórnarlamba hamfaranna og leiðbeina þeim í kaosinu hljóta að standa upp úr flórunni. Tuðaranum finnst sem nánst allir fjölmiðlar hafi kúkað upp á bak í umfjöllin sinni um þennan mikla skjálfta, sem reið yfir í fyrradag. Á það sérstaklega við um viðbrögðin fyrstu mínúturnar og síðan fyrsta klukkutímann eftir að ósköpin dundu yfir. Engu var líkara en að brostin væri á keppni í lífsreynslusögum og nú tveimur dögum síðar virðist ekkert lát á þessu fjandans athyglis og auglýsingaskrumi fréttamiðlanna. Jafnvel lagst svo lágt í keppninni um áhorf að reyna að græta börn í beinni útsendingu, svo selja megi betur "stöðina".  Tuðaranum héldu nánast engin bönd önnur en að reyna að vera eins og maður og einbeita sér að því að hafa sjónvarpsdrusluna innandyra en ekki úti í garði við áhorfið á þessa ömurlegu "on the spot" fréttamennsku. Andskotinn sjálfur hvað mikið ræðst af algerlega óhæfu fólki til að flytja okkur fréttir af atburðum sem þessum. Eru alls engar kröfur lengur gerðar til "fréttamanna" ? Þetta krakkastóð og útbelgda lið sem þráir ekkert meira en athygli sér til handa, með "Séð og Heyrt" kjaftæði og annari opinberri umræðu, er ekki með nokkru móti hæft til fréttaflutnings af atburðum sem þessum. Góð fréttamennska á ekki að vera keppni, en "fréttamennirnir" hafa bara ekki fattað það ennþá. Íslenskir "fréttamenn", skammist ykkkar fyrir ykkar aumkunarverða typpaslag jarðskjálftadagsins, hvort heldur sem þið hafið typpi....eða hitt.
mbl.is Snarpir eftirskjálftar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The suburbian

Sammála. Mér fannst mjög óviðeigandi þegar myndavél var troðið upp í andlit á barni til að fá viðbrögð. Reynt var ítrekað að fá barnið til að brotna niður sem það og gerði og þá var mér ofboðið. Ég fékk á tilfinninguna þá að fréttamenn væru í essinu sínu og reyndu að maka krókinn sem mest þeir gátu eftir undanfarna gúrkutíð.

The suburbian, 31.5.2008 kl. 03:59

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.5.2008 kl. 07:23

3 Smámynd: Brattur

Alveg sammála, Halldór... af hverju þarf alltaf að vera með þennan æsing og læti... það er eins og þetta fólk sé að spila tölvuleik, en ekki að fjalla um erfiðleika fólks...

Brattur, 31.5.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér líður enn illa.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 19:24

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála.

Marta B Helgadóttir, 6.6.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gott innslag, örugglega margir sem hafa hugsað það sama.  Manni finnst stundum eins og fréttamenn (nokkrir) upplifi hátíð, mitt í hörmungum annarra.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband