"Furðuleg" hreinsun.

Það er varla hægt annað en að brosa út í annað yfir "hreinsunarferlinu" í Sundahafnarolíuslyssfréttamannaofurútlistuninni.  600 lítra sletta datt í höfnina og allt ætlar vitlaust að verða! Fyrst er öllu olíugúmmelaðinu dælt á land í þar til gerðar þrær, en meðan menn og konur, já ef ekki mýs líka sofa, rignir aðeins meira en menn og mýs áttu von á og allt gúmmelaðið flýtur til hafs á ný, sem aftur veldur öðru mengunarslysi, sennilega öllu verra, minna en sólarhring síðar og það á enn verri stað en í fyrra skiptið! Er hægt að klúðra "björgunaraðgerðum" öllu meir?

Bara byggja olíuhreinsistöð fyrir vestan!!! Jahú og bara láta vaða! Það þarf jú að redda byggðunum, sama hvað það kostar! Brandari dagsins er algerlega misheppnað "björgunarteymi" þegar olíuslys ber að ströndum. Þvílíkt og annað eins klúður!!!!! Gúmmituðrurnar og blikkandi björgunarsveitarbílarnir sannfærðu mig engan veginn um það að við getum átt við olíuleka af stærðargráðunni milljón lítrar- plús.

Vil að lokum benda á að uppþvottalögur er eitt albesta mótvægi við olíubrák og þekkt "Trix" um allan heim, nema ef vera skyldi hér á landi. Drottinn minn dýri, ég vona að hingað álpist aldrei olúhreinsunarstöð!!!!!!!

 

 

 

 


mbl.is Olíuhreinsun gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu, okkur vantar ekki olíuhreinsunarstöð hingað.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það má ekki setja út á svona, strákarnir voru með fullt af dóti og blikkandi ljós, að vísu lítið vit en það er nú bara oftast til að tefja svona fjölmiðlasýningar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2008 kl. 23:26

3 identicon

EKKI OLÍUHREINSUNARSTÖÐ, TAKK OG PLEASE !!!

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála!

Edda Agnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

EKKI OLÍUHREINSUNARSTÖÐ !!!

Marta B Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband