6.4.2008 | 22:16
Auglýsingar í áskriftarsjónvarpi.
Hvernig er það með auglýsingar og áskriftarsjónvarp. Eru engin takmörk fyrir því hve miklu má demba yfir áhorfendur í áskriftarsjónvarpi? Má vel vera að Tuðarinn sé að misskilja eitthvað en ég hefði haldið að með því að kaupa áskrift að einhverri sjónvarpsstöð losnaði fólk við auglýsingar í miðjum þáttum trekk í trekk! Hélt ég fengi nóg af þessum andskota í skylduáskriftinni á RÚV og ókeypis rásunum sem nást á skjánum. Tilefni umkvörtunar þessarar er þáttur sem ég sá í kvöld um merkilega konu sem lést nýlega eftir langa baráttu eftir hræðilegt slys. Mitt í þættinum kynnir umsjónarmaður að þátturinn haldi áfram eftir stutt "skilaboð" (Auglýsingar eru Auglýsingar ef daufdumbir þáttarstjórnendur hafi ekki enn komist að því. Skilaboð er allt annar hlutur) Í skilaboðahléi þessu mátti meðal annars líta Örn Árnason veðra vömbina í einni leiðinlegustu auglýsingu sem sést hefur lengi og hin og þessi fyrirtæki sem þarna auglýstu einnig. Þátturinn um konuna varð einhvernveginn slitinn í tætlur með þessum "skilaboðum" og þar sem Tuðarinn horfði ekki á þetta heima sér (þar sem engin er stöð tvö) varð hann ólýsanlega feginn að hafa sagt upp áskriftinni að þessari draslstöð á sínum tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér í þessu minn kæri, svona þætti á bara alls, alls ekki að slíta í sundur, ég er hissa á því að Jón Ársæll skuli sætta sig við það, ekki honum líkt held ég. Þátturinn var frábær og konan einstök.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 22:21
Ég finn mér svo margt margt skemmtilegra að gera við peninga heldur en að eyða þeim í áskriftarstöðvar
Marta B Helgadóttir, 7.4.2008 kl. 20:28
Er ekki komið að trukka aðferðinni á þá og allir sleppi áskriftinni þangað til þeir hætta þessu og lækki afnotagjaldið ?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2008 kl. 23:26
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.4.2008 kl. 10:47
Sæll Halldór. Nú er bókaspjallið hafið á síðunni minni
Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 10:27
Þetta finnst mér þó enn verra en í skylduáskriftarsjónvarpi. Enda er það bannað að slíta þætti með auglýsingum en þeir gera það samt.
Halla Rut , 13.4.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.