Leikur að tölum.

 Flokkur sem fer úr rúmum 25% í 21% hefur vissulega tapað 4 prósentustigum, en hann hefur líka tapað tæplega 20% af fylgi sínu. Þetta á við um Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur bætt við sig tæpum 10% í fylgi og VG hefur tapað um 50% af fylgi sínu, en átta prósentustigum.

 Svona er hægt að matreiða hinar ýmsu tölur, allt eftir því sem hentar. Fjögur prósentustig hljóma e.t.v. ekki sem mikil lækkun, en 20% fylgistap hljómar skelfilega. Þetta er sama stærðin, aðeins matreidd eftir “behag”, svo forystusveitin í Valhöll líti ekki eins skelfilega út. Það er hinsvegar eitt og eitt kvikyndi þarna úti, sem sér í gegnum blekkinguna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar um tæp fjögur stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mikið rétt, en þegar spekingar spjalla á sjónvarpsrásunum er mikil afneitun í gangi og því er haldið fram að stjórnin hafi nú bara staðið sig vel. Undarlegt hvernig slíkir ráðgjafar eru fengnir. 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn sækir sér ráðgjafa úr Samfylkingarbúbblunni er ekki von á góðu.

Ingólfur Sigurðsson, 28.10.2020 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband