Hæfnisnefnd sem ætlað er að velja rétt.

 Ráðherra skipar hæfnisnefnd, til að meta hæfi umsækjenda um ráðuneytisstjórastöðu í sínu ráðuneyti...........

 Halló, halló, halló! Er hér ekki eitthvað eins og það á alls ekki að vera? 

 Lausn forsætisráðherra er sú, að ef allir fari í fýlu, geti allir lögsótt alla. 

 Umsækjandinn hæfnisnefndina, hæfnisnefndin umsækjandann, ráðherrann umsækjandann og svo koll af kolli, þar til ráðherrann hverfur úr embætti og málið er dautt....eða hvað? Ó nei. Að þessum farsa liðnum getur umsækjandinn farið í mál við ríkið, ríkið í mál við ráðherrann og ráðherran í mál við hæfnisnefndina, sem ráðherra skipaði sjálf. Nefndin fer síðan í mál við jafnréttisnefnd, sem síðan fer í mál við umsækjandann fyrir að hafa komið þessari andskotans dellu af stað. Sagan um litlu gulu hænuna lifir góðu lífi og ekkert útlit fyrir annað en hún haldist klassísk, sem aldrei fyrr.

 Púfffff......pólitík er slæm tík.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Stefna Lilju þingfest 1. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafðu engar áhyggjur. Málið er í réttum lagalegum farvegi.

Dómstólar hafa síðasta orðið um niðurstöðuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2020 kl. 23:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka hughreystinguna Guðmundur. Ekki veitir af ;-)

Halldór Egill Guðnason, 13.8.2020 kl. 00:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekkert óeðlilegt við að leita úrlausnar dómstóla um lögfræðileg álitaefni. Ég hef kíkt aðeins á þetta mál og tel alveg rétt að fá dómstóla til að skýra nánar þær reglur sem reynir á.

Ráðherran er í þessu tilviki að leita eftir nánari skýringum á því hvernig eigi að fara eftir gildandi reglum. Það er engin árás á gagnaðila málsins eins og sumir hafa reynt að túlka þetta.

Formsins vegna er óhjákvæmilegt að stefna gagnaðilanum til að leita slíkrar úrlausnar fyrir dómstólum. Lögfræðingur sem þyrfti að höfða slíkt mál gæti ekki komist hjá því að forma það þannig.

Að þessu sögðu getur orðið úr þessu mjög fróðleg dómsúrlausn um hvort aðili var í þriðja sæti að mati dómnefndar geti fengið viðurkennt að fram hjá sér hafi verið gengið á grundvelli kyns.

Vonandi mun sú dómsúrlausn veita ábyggilega leiðsögn.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2020 kl. 00:44

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað um þann sem var í sjöunda sæti? Skiptir kyn hans/hennar og geta engu? Er þetta ekki að nálgast það að vera komið út í skurð? 

 Veit ekki, en fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan (þremur tímum á eftir gmt)

Halldór Egill Guðnason, 13.8.2020 kl. 01:10

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gæti farið út í skurð, en niðurstaðan mun fást seinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2020 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband