Maðurinn sem féll.

 Í gær sá ég mann falla. Hann féll ofan af fjórðu hæð nýbyggingar og lenti bak við skúr, hvar ég sá ekki meir. Staddur í kaffi hjá foreldrum mínum á efstu hæð nálægt atburðinum og sá þetta því vel. Sjón sem aldrei hverfur mér úr huga. Móðir mín nánast missti undan sér allan kraft og hrópaði hringdu í 112. 

 Hringdi og svo sannarlega var brugðist vel við. Maður lifandi! Innan örfárra mínútna voru komnir þrír sjúkrabílar, þrír lögreglubílar og fimm mótorhjjól á staðinn. 

 Sá sem féll, var fluttur mikið slasaður á sjúkrahús, en síðan hefur ekkert heyrst. Ekki einu sinni af atburði þessum. Ekki í nokkrum einasta fjölmiðli, fyrir utan örstutt innslag í sexfréttum ruv, þar sem talað var um atvikið í austasta hluta höfuðborgarsvæðisins.

 Veit ekki með ykkur, en getuleysi og aumingjagangur hérlends fjölmiðlafólks sem bíður eftir fréttum frá öðrum, eða getur ekki annað en apað eftir hverjum öðrum, er farið að fara virkilega mikið í taugarnar á mér.

 Rífið hausinn út úr sjálfumglöðu rassgatinu á ykkur, fjölmiðlafólk. I stað þess að búa til fréttir, apa eftir erlent kjaftæði og hrópa eftir ríkisaðstoð, vinnið vinnuna ykkar! ´´Copy paste´´ er ekki fréttamennska. 

 Að fylgjast með og vera á staðnum er það hins vegar, ef rétt og hlutlaust er frá sagt.

 Það er fréttamennska.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Heimurinn á sér andlega hlið, tilfinningar, hugsanir eru andlegar. Tíðarandinn bannar fjölmiðlafólki sjálfstæða hugsun. Þeir eiga að hlýða honum og fjalla um það sem hann býður þeim. Andaverur vonskunnar í himingeiminum eins og biblían orðar það drottna í pólitík og fréttamensku. 

Guðjón Bragi Benediktsson, 18.4.2020 kl. 10:40

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Halldór, tek undir með ykkur Guðjóni Braga.

Magnús Sigurðsson, 18.4.2020 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband