WHO.

 Hvernig væri að einhver fréttamaður, já eða fréttamiðill tæki sig nú saman í andlitinu og upplýsti fávísan almenning um hlutverk og skyldur WHO? Er þessari stofnun ætlað að hafa eftirlit með heilsu og heilsuvá heimsins, með virku eftirliti, eða er henni einungis ætlað að vinna úr tölum frá meðlimum Sameinuðu Þjóðanna?

 Allir viti bornir menn vita að tölur fra Kína í þessum faraldri, eru alger markleysa. Alger. Þær standast enga skoðun, sama hvernig rýnt er í þær. Þær eru svo stjarnfræðilega úr öllu samhengi við allar tölur annarsstaðar frá, að undrun sætir að einhver skuli trúa þeim. Kína er upphafsstaður veirunnar og þar býr fast að einum og hálfum milljarði manna. 1.500.000.000.- stykki! Að á Ítaliu hafi fleiri látið lífið en í Kína er svo absúrd, að engu tali tekur.

 Það er pínlegt að fylgjast með fasi eins valdamesta manns veraldar, trumpinu. Þar fer sjálfumglaður raunveruleikaþáttarstjórnandi sem sér fátt eitt annað en eigið ágæti og hagar sér eins og kjáni, í nánast öllum mannlegum samskiptum. Honum kann þó að ratast rétt orð á munn, af og til, þrátt fyrir trúðsháttinn.

 Who is WHO?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Trump hjólar í WHO og hótar að stöðva fjárframlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er hann þá ekki verðugur á þessa ósvífnu; Verður ekki illt rekið með illu?

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2020 kl. 02:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við áttum nokkurn sem var kallaður trúður,þeir sem fylgdu honum voru harla ánægðir,er mönnum sama loksins þegar einver þorir og upplýsir falsið og lygina. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2020 kl. 02:45

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef nú reyndar trú á því að Trump sé einn af leikurunum í "raunveruleikaþættinum" og ekki í minna hlutverki en Bart Simson.

Hún verður alltaf athyglisverðar alheims neyðarástandsyfirlýsingin sem WHO gaf út fyrir rúmum tveimur mánuðum.

Samkvæmt orðanna hljóman í yfirlýsingunni er engu líkara en að ekki hafi gengið nógu hratt að breiða út Wuhan veiruna samkvæmt forskrift leikritsins.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/30/lyst_yfir_neydarastandi_a_heimsvisu/

Magnús Sigurðsson, 15.4.2020 kl. 05:54

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Verður maðu ekki að leika trúð fyrir fram kjósendaeðjótin?

Halldór Jónsson, 22.4.2020 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband