21.7.2018 | 02:49
Nei, alþýða Íslands greiddi reikninginn.
Boðsgestir fáránleikans á Þingvöllum dvöldu hér á landi í boði alþýðu Íslands, ekki Alþingis. Hvenær ætla alþingismenn að skilja það? Alþingi er Okkar! Við eigum ykkur, en ekki öfugt!
Sjónarspilið á Þingvöllum þann 18. júlí er einhver mesta hneysa sem um getur í lýðveldissögunni. Dómgreindarleysið algert og til þess eins fallið að espa upp leiðindi og skítkast í samfélaginu. Svei ykkur sem mættu, svei ríkisstjórn Íslands. Svei afturendanum á kerlingunni sem yfirgaf samkomuna. Svei ykkur ÖLLUM.
Ekki nema von að Þistilfjarðarkúvendingurinn stæði fremstur í því að verja þessa ósvinnu. Hafandi þegið dreifbýlisstyrkinn sinn í hartnær fjóra áratugi, staðsettur í Breiðholtinu.
Já, meira að segja kommar seilast lengst í eiginhagsmunapotinu, ekki síður er sjallar, kratar og frammarar, að ekki sé nú talað um vireisnarðviðbjóðinn, eða pírata ekki neitt eða hvað sem er flokkinn.
Þokkaleg samkunda, eða hitt þó heldur.
Og nú er komið verkfall á fæðingar.
Til Hamingju Ísland. Hundrað ára fullveldið fullkomnað.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er það frískandi þegar fólk tjáir sig ómengað.
Tek undir hvert orð.
Marta B Helgadóttir, 24.7.2018 kl. 00:56
Takk fyrir það, Marta mín.
Halldór Egill Guðnason, 25.7.2018 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.