28.10.2014 | 13:54
Hlutlaust Fjármálaeftirlit?
Tuðarinn er nú svo vitlaus að halda að Fjármálaeftirlit landsins eigi að fylgjast með og sjá um að allt sé með felldu á fjármálamarkaðnum. Þannig á það nú sennilega að vera. Eftirlit þessarar stofnunar hlýtur að eiga að vera hlutlaust og hafið yfir allan vafa um hlutleysi. Það er bara fínt að Halla Sigrún hafi grætt fullt af peningum, en hún á ekkert erindi sem stjórnarmanneskja í FME, hvað þá sem stjórnarformaður, sökum þess að hún er beggja vegna borðs. Hún á að sjá sóma sinn í því að víkja nú þegar og ef fleiri innan stjórnar þessarar stofnunar eru í svipuðum eða sömu sporum einnig. Þetta er svo absúrd að það þarf eiginlega að lesa þessa frétt tvisvar, til að trúa henni. Er nema von að tiltrú almennings á "kerfinu" sé ekki meiri en raun ber vitni? Þetta er svo forkastanlegt, að engu tali tekur. Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að taka "leka og byssumálaumræðu" á eitthvað, þá er það vegna þessa. Af einhverjum undarlegum ástæðum heyrist hins vegar varla tíst, neins staðar frá. Ekki einu sinni frá DV!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Fékk nærri milljarð á Skeljungssölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.