Furðulegur leikur að tölum.

Þetta er furðuleg uppsetning á prósentum, verð ég að segja. Það er ekki sama hvernig svona reiknikúnstir eru settar fram, eða hvernig prósentur eru kynntar. Tökum Frakkland sem dæmi.: Spurt er um fjölda múslima í landinu. Raunfjöldi er 8%, meðalágiskun er 31%. Samkvæmt þessari framsetningu er munurinn 23%!. Mismunurinn er í raun hátt í 400%, en ekki 23%. Vissulega má segja að munurinn sé 23 prósentustig. Það er hins vegar allt annað mál. Raunveruleikinn er tæplega 400% munur á raunfjölda og því sem almenningur giskaði á. Er nema von að fólk ruglist í ríminu, sökum illa ígrundaðrar og hugsunarlítillar, ófagmannlegrar fréttamennsku, sem því miður eymir talsvert af, hér á landi einnig.  

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Þú hefur sennilega rangt fyrir þér um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þar sem ég hef sennilega rangt fyrir mér um allt, er jafn sennilegt að tuðið hér að ofan sé helber uppspuni;-)

Halldór Egill Guðnason, 30.10.2014 kl. 02:09

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Úr því maður er farinn, einn manna, að "kommenta" og tuða við eigið blogg, má ef til vill skjóta því að hér í leiðinni, að stafsetningar og þýðingarvillur, ásamt reiknidellu hérlendra "fréttamanna og kvenna" hjálpar lítið til með að upplýsa almenning um stöðu mála. Greinin sem vísað er í í þesu bloggi gæti hæglega verið tekin af mbl.is eða öðrum miður vönduðum fjölmiðlum Íslands.

Halldór Egill Guðnason, 30.10.2014 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband