Ábending til sokkaframleidenda!

Virdulegi sokkaframleidandi, hvar svo sem í heiminum thú býrd til sokka.: Undirritadur vill vinsamlegast benda thér á ad faetur flestra gerast sverari eftir thví sem ofar dregur á thennan líkamshluta. Thad er thví hreint med ólíkindum ad enn skulir thú framleida sokka, thar sem efsti hlutinn er langthrengstur á thessu annars ómissandi klaedi. Thó svo undirritadur teljist vart sverleggjadur, er thad samt svo ad varla getur kvikyndid dregid sér sokk á fót, ödru vísi en ad klippa ofurlítid med skaerum eda sarga med ödrum tiltaekum bitjárnum, í efsta hluta beggja einstaklinga í hverju einasta sokkapari sem tilheyrir mér. Ad ödrum kosti hreinlega kafnar fóturinn nedan stroffs sökum thess hve herslan er mikil efst. Thetta er náttúrulega hábölvad umstang og talsverd vinna, sem aetti í raun ekki ad thurfa, ef thú sokkaframleidandi gódur gaetir nú hannad, ég tala nú ekki um framleitt sokka sem ekki hefta blódfaedi til tánna og marka auk thess djúpt far, allan hringinn, í sköflunginn nedanverdan, ef notadir eru thó ekki sé nema part úr degi. Er thad einlaeg ósk mín ad thú takir thessari ábendingu engan vegin illa, heldur tvíhendir thér í verkefnid af heilum hug. Undirritudum er thetta mikid hjartans mál. Dreymir um ad geta kinnrodalaust gengid sperrtur um götur og torg á gódvidrisdögum, í sandölum, stuttbuxum og ermalausum bol, án thess ad fólk sé ad stara, pískra og benda á stroffklippta sokkana sem kúldrast eins og druslur um ökklann.  

Med vegsemd, virdingu og von um úrlausn sokkastroffsvandans.

 Tudarinn.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leit viđ

og hló dátt

einu sinni sem oftar.

Takk fyrir mig

Marta B Helgadóttir, 9.5.2011 kl. 15:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband