Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.10.2016 | 01:57
Er Viðreisn hætt við ESB?
"Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögurra ára fresti og kjósa öfganna á milli"
Svo mörg voru þau orð. Varla er hægt að skilja þessi orð öðruvísi en svo, að galið sé að sækja um inngöngu í ESB og umpóla með því eigin valdi, til ákvarðanatöku um okkar mál. Furðulegt þetta nýja stjórnmálaafl, sem kennir sig við viðreisn. Er ætlunin að taka Níelsson á þetta? Maður bara spyr og skilur hvorki upp né niður í svona málflutningi. Verð barasta að viðurkenna það. Flokkurinn stofnaður um það eitt að umpóla algerlega Íslensku stjórnarfari, en boðar svo til blaðamannafundar, hafandi látið frá sér yfirlýsingu sem þessa. Vonandi verða viðstaddir blaðamenn á þessum fundi, sem ekki fóru út að skemmta sér í kvöld, því full ástæða er til að hafa athyglina hundrað prósent skýra, ef takast á að meðtaka boðskapinn óbrenglaðan og bera hann á borð, með þeim hætti að skiljist, venjulegu fólki.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Viðreisn hafnar dilkadrætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2016 | 00:30
Flottir.
Bjór frá Vestmannaeyjum? Þó svo öl geti verið böl, er ekki annað hægt en að dást að hugmyndaauðgi og sköpunargáfu Landans. Þetta er krafturinn sem við ættum að sinna og gefa tækifæri. Framtíð okkar byggist á dæmum eins og þessu. Það er allt hægt, ef kommisarar og kerfiskarlar hafa þar minnst um að segja. Þrasi er kosningabjórinn í ár. Ekki nokkur spurning.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Kosningabjórinn kominn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2016 | 23:39
Kvóta eða ekki kvóta.
Það er enginn munur á að gera út trillu eða togara, annar en stærðir. Hvort heldur gert er út, þarf leyfi til að veiða fisk. Sá sem ætlar sér, eða vill, veiða fisk þarf að geta fjárfest í samræmi við það sem hann má veiða. Ef magnið sem veiða má er á huldu, er ekki hægt að gera áætlanir um reksturinn og enn síður fjárfesta í nauðsynlegum búnaði. Uppboð á aflaheimildum er einhver fáránlegasta tillaga sem hægt er að hugsa sér. Þeir sem setja fram þvílíka dellu vil ég meina að hafi ekki hundsvit á rekstri, en kjósi að setja þetta fram til að slá ryki í augu almennings, rétt fyrir kosningar. Þetta hljómar jú déskoti vel og gæti landað atkvæðum. Fyrirtæki sem eiga skip geta ekki haldið sínu striki sökum óvissu og þeir sem vilja hefja rekstur geta það ekki heldur. Einungis bjálfar, eða sósíalistar fjárfesta undir svona kringumstæðum. Þetta er algerlega galin hugmynd og hver sá sem heldur því fram að þetta sé sú leið sem fara skal, er annaðhvort pírati, viðreisnarseggur, VG lygari eða samfylkingartengdur. Það fjárfestir enginn í tækjum og tólum, sem hugsanlega er hægt að nota, eða hafa arð af. Þetta skilja sósíalistar ekki, enda algerlega úr takt við allt sem heitir almenn skynsemi eða augljós rekstrarskilyrði. Þess vegna eru þeir sósíalistar. Skilja ekki einu sinn hagfræði 101.
Populistar og lýðskrumarar af verstu gerð, sem sötra latteið undir víkilíksballöðu.
Kerfið sem við búum við í dag er hinsvegar ekki gallalaust. Þar má margt betur fara. Að slá um sig með uppboðsleiðinni, án nokkurra útskýringa um hvernig, er steypa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Kerfið er gallað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2016 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2016 | 22:50
VG og stóru orðin.
" Nei VG mun ekki standa að aðildarumsókn um inngöngu í Evróðusambandið". Þetta voru ein síðustu orð Þistilfjarðarkúvendingsins fyrir kosningarnar þarsíðustu. Nánast daginn eftir hafði flugfreyjan barið jarðfræðingsnemann til hlýðni og umsóknin orðin staðreynd, enda feitir stólar falboðnir í skiptum fyrir hugsjónirnar. Nokkuð sem enginn illa innrættur og afdankaður sósíalisti, með "of lengi á þingi án teljandi valda"heilkennið lætur fram hjá sér fara. Miðað við stórkarlalegar yfirlýsingar Svandísar mætti ætla að nú þegar væri verið að makka, í reykfylltum herbergjum, um samstarf VG við einhverja sem ekki á að ræða við, samkvæmt ummælum sendiherradótturinnar.
Það er ekki orð að marka VG.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Ræða mögulega vinstri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2016 | 22:33
Þingmennska í áskrift?
Það er virðingarvert þegar menn og konur bjóða sig fram til þingmennsku, með það að markmiði að gera gagn, landi og þjóð. Ef þeir einstaklingar sem bjóða sig fram, telja hinsvegar að með því að ná kjöri í eitt sinn, eða jafnvel fleiri, sé þeim sköpuð sjálfvirk áskrift að stól sínum á þingi, er betur heima setið, en af stað farið. Heilindin horfin og ljóst að ekki var um hugulsemi gagnvart þjóðinni að ræða, heldur persónulegum metnaði og valdagræðgi. Við þurfum ekki valdagráðugt fólk á Alþingi. Við þurfum einstaklinga sem taka hag heildarinnar fram yfir eigið valdabrölt. Það er ekkert náttúrulögmál að ákveðnir einstaklingar sitji svo lengi á þingi að stóllinn grói við endaþarminn á þeim. Mosavaxnir þursar og tækifærissinnar eiga ekkert erindi á þing.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fjandi lítið og lélegt fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2016 | 22:00
Kosningabarátta án umræðu um innflytjendur og flóttamenn?
Það er magnað að fylgjast með umræðunni fyrir komandi kosningar. Flóttamenn og innflytjendur ber varla á góma, svo heitið geti. Hvorki hjá frambjóðendum né svokölluðum fréttamönnum. Umræðuþáttur frambjóðenda úr "Kraganum" í kvöld, á stöð tvö, tók ekkert á þessum málum og engu líkara en oddvitar flokkanna í framboði hefðu gleymt sér á köflum og ekki áttað sig á því að hugsanlega væri einhver að horfa á þá. Jafnvel börn. Sama gamla eilífðarþvaðrið um það sem þú gerðir, gerðir ekki, tókst eða mistókst hjá þér og þinni stjórn og "ég er miklu betri en þú" kjaftæðið. Meira að segja pírataframbjóðandinn breyttist í þreyttan, margþvældan og hundleiðinlegan þurs í þættinum. Ásakanapólitík er slæm pólitík. Þó nauðsynlegt sé að gera upp liðna tíð, virðast stjórnmálamenn verstir, þegar kemur að því að ræða mál af einhverri skynsemi. Hélt að þátturinn snérist um næsta kjörtímabil, en eins og ávallt dettur þetta lið í sama leiðindagírinn og skilur kjósendur eftir í tómarúmi. Tómarúmi tortryggni og efasemda. Tómarúmi óuppfylltra loforða og totryggni þess sem lofað er. Á meðan kjósendur horfa til framtíðar, þræta stjórnmálamenn um fortíðina. Flestir frambjóðenda bulluðu sömu söluræðuna, en einn stóð sig þó best, er kom að skynsamlegri umræðu og leiðréttingum á bulli hinna. Það var Bjarni Benediktsson.
Ekki orð um það meir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2016 | 01:21
Er Viðreisn fýlupúkaflokkur?
Upphaflegur tilgangur með stofnun stjórnmálaflokksins Viðreisnar, var að fylgja fast eftir aðeins einu máli.: Að koma Íslandi inn í ESB. Afsala til þess að gera nýfengnu sjálfstæði okkar um ákvörðunarrétt eigin málefna og fela hann blýantsnögurum í Brussel. Hansakaupmönnum nútímans. Ósveigjanlegum kerfisbullum og leiðindapúkum, sem sjá þann tilgang helstan með tilvist sinni að gera einfalda hluti flókna. Helst svo flókna að enginn skilji, nema þeir sem við kjötkatlana sitja og fá laun sín og fríðindi greidd úr vösum fórnarlamba sinna. Væri ESB hérlent fyrirtæki, væri búið að hneppa stjórnendur þess í fangelsi fyrir löngu síðan, sökum óreiðu, spillingar, mútugreiðslna, skattsvika, undanskota og því að hafa ekki endurskoðað bókhaldið síðan á síðustu öld og hvað þá síður skilað skattframtali. Þetta er draumur Benedikts Jóhannessonar, fýlupúka af Engeyjarætt, uppalinn með silfurkeið í munni, sem greinilega tók í. Að honum sópast nú aðrir fýlupúkar úr röðum Sjálfstæðisflokksins, auk ýmissa annara, sem fengu ekki sínu framgengt á öðrum stöðum í þjóðfélaginu. Urðu undir af einhverjum ástæðum, í hópstarfi, eða rákust af einhverjum ástæðum illa innan um annað fólk. Frekjudollur var þetta fólk kallað í eina tíð. Benedikt þessi lætur hafa eftir sér í þessu viðtali að kjósendur séu búnir að fella núverandi ríkisstjórn. Heimskulegri ummæli hafa trauðla fallið í kosningahildarleiknum, sem nú er hafinn með tilheyrandi bulli og þvælu þeirra sem vilja á þing. Þar til annað heimskulegra kemur fram, á Benedikt þessi landsmet í bjálfalegu tilsvari og útskýringu á tilgangi framboðs síns og meðreiðarknapa. Orðin tækifærissinni og populisti hafa fengið andlitslyftingu og nú hægt að steypa þeim í eitt.: ViðreisnarBenni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Blása ekki lífi í fallna stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2016 | 07:54
Laxaflök í ám fyrir vestan?
Ekki gódar fréttir ad eldisfiskur sé nú farinn ad veidast í ám fyrir vestan. Regnbogasilungur er fallegur fiskur, en hann er ekki laxaflök í kaelibordi, ásamt litastiku, sem notud er til ad ákvarda gaedi laxaflaka. Myndin sem fylgir fréttinni af regnbogasilungnum, er nefnilega eimitt af laxaflökum, med litamaelistiku, til ad meta gaedi og ferskleika laxaflaka! Stendur meira ad segja Salmon-Fan á stikunni! Sprenghlaegilegt, eda hitt thó heldur. "Bladasnápnum" sem setti frétina á mbl.is til hádungar og skammar. Metnadarleysi, leti, vanthekking eda innanhússbrandari er ekki gott ad segja, en fáránleg framsetning í alla stadi. Greinilegat ad hvada daudans della sem er, getur ratad á sídur mbl.is og enginn virdist fylgjast med. Vonandi verdur komin mynd af regnbogasilungi vid fréttina, ádur en fólk fer ad glugga í mbl.is med morgunkaffinu. Sennilega kemur mynd af ketti, med naestu frétt um hund.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
Regnbogasilungur í ám á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2016 | 19:59
Prófkjörafarsi Pírata og VG.
Píratar mælast annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins um þessar mundir og hafa haft mikið fylgi, samkvæmt flestum skoðanakönnunum, í langan tíma. Nú ber hinsvegar svo við að ekki er hægt að smala saman sextán hræðum til þáttöku á framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Ef til vill ekki að undra, þar sem drottningu flokksins hugnaðist ekki niðurstaða fyrra prófkjörsins og lét ógilda það. Sá sem lenti í efsta sæti í því prófkjöri, tekur skiljanlega ekki þátt í þessu næsta og jafnvel skipper Pírata í kjördæminu ætlar heldur ekki að taka þátt. Hvar ætli allt þetta fylgi, sem Píratar mælast með, sé niðurkomið, ef ekki næst einu sinni að manna fámennan framboðslista í heilu kjördæmi?
Annað stjórnmálaafl, Vinstri Grænir, hélt einnig nýverið sitt prófkjör á svipuðum slóðum. Þar á bæ var það kjör fellt úr gildi, af forkólfum flokksins, sökum "formgalla" og boðað til annars í staðinn. Forystan á þeim bænum sama merki brennd og hjá Pírötum. Hugnast ekki uppstillingin og því gert ógilt og boðað til annars, eða eins margra og þarf, þar til þóknanleg niðurstaða hefur fengist fyrir forystusveitina.
Undarleg tík, pólitíkin.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Píratar kjósa aftur í NV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2016 | 12:51
Draumórastjórnendur Reykjavíkurborgar.
175-250 milljónir í þrengingu Grensásvegar, 250 milljónir í hjólabrýr í Elliðavogi, sem spara hjólreiðafólki eina og hálfa mínútu, málning á götur sem kosta helling, í tilefni allskonar daga og svo framvegis og svo framvegis. Borgarstjórn Reykjavíkur er samsett draumórafólki, sem svífur í mörg þúsund fetum um loftin blá, án nokkurar tengingar við atvinnurekendur sína. Á leikskóla er matráð gert að metta hundrað munna, fyrir þrjátíu þúsund krónur á dag. Innifalið er morgunhressing, hádegismatur og síðdegiskaffi. Veruleikafyrringin alger. Ekki bætir litlaus og nánast ósýnilegur minnihluti stöðuna. Hvers vegna er ekki hægt að losa sig við svona amlóða, þó kjörtímabilið sé ekki á enda runnið? Hvers vegna er Austurvöllur eða umhverfi ráðhússins ekki virkjað til að mótmæla? Hvað er fólk að hugsa? Það gerist ekkert með undirskriftum. Það sanna dæmin. Vilji fólk breytingar, þarf að heyrast í því. Hvers vegna fjalla fjölmiðlar ekki um vannæringu barna á leikskólum? Eru þeir of uppteknir af fréttatilbúningi? Andskotans vitleysa sem þetta er orðin.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Hitafundur í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |