Ótrúlegur Salsa í morgunsárið!

Þetta myndband er tileinkað öllum þeim sem telja að þeir "geti ekki". Það er greinilega ýmislegt hægt, ef viljinn er fyrir hendi og hugurinn jákvæður. 


Ég skammast mín!

Í Kompásþætti kvöldsins var í grófum dráttum greint frá þeim hörmungum, viðbjóði og niðurlægingu sem Aron Pálmi mátti sæta í fangelsi í "The land of the brave". Ekki laust við að ég skammist mín fyrir að hafa ekkert aðhafst. Eftir á að hyggja "hefði maður átt að gera hitt og þetta", en gerði ekki neitt! Varðandi þetta mál, lít ég sjálfan mig (veit ekki með aðra) sömu augum og ég lít stjórnvöld Íslands.: Ég (veit ekki með aðra) og þau, reyndumst duglausar druslur.     

Er ekki komið nóg?

Fer ekki að verða komið nóg af óliðlegheitum og valdhroka norðmanna í garð íslenskra fiskiskipa? Íslensk stjórnvöld hafa fram að þessu sýnt ákaflega litla tilburði til að reyna að hemja fíflaganginn í "frændum" vorum. Hvernig ætli norðmönnum fyndist t.d. að þurfa að sigla vestur að Reykjanesi í "tékkpúnkt", áður en þeir mættu sigl heim til sín með loðnu af okkar miðum? Íslensku skipin þurfa stundum að gera þetta í þeirra lögsögu, með tilheyrandi töfum og kostnaði. Orðið tímabært að láta sverfa til stáls, ef ekki er hægt að fá blessaða mennina til að haga sér eins og menn og leyfa okkur að stunda veiðarnar með sanngjörnum hætti.
mbl.is Íslenskur togari færður til hafnar í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírskúlan.

Þetta myndband er tileinkað vini mínum sem er ávallt brattur.

Smjúts á alla og góða helgi.


"Þú hefur náð sambandi við Frumherja"

Hringdi í Frumherja vegna ökuprófs fyrir dóttur mína. Verð að tuða smá vegna þess.: 

 "Þú hefur náð sambandi við Frumherja hf. Press 9 for English. Veldu einn fyrir upplýsingar eða pantanir". Smá þögn og síðan kemur þessi gullmoli.:"Ef ekkert er valið færð þú samband við skiftiborð". 

Getur einhver útskýrt fyrir mér þörfina á svona símsvörun? Það er ekki val um eitt eða neitt, nema að ýta á 1.(Og 9 ef maður vill ensku) Ef síðan er ýtt á 1, hvað haldi þið að gerist.....? Jú, maður fær samband við skiftiborð!

Ekki alveg að ná þessu, en "smjúts" á skiftiborðið samt. Elskuleg kona þar fyrir svörum og þjónustan ágæt alveg.  


Hrollvekjandi Stjörnuspá?

"Steingeit: Lengsta ferð sem þú hefur farið í, er ekkert á móts við þá ferð sem bíður þín. Þú mátt búast við töfum í byrjun, en þær hjálpa þér við að verða tilbúinn."

Ekki laust við að maður verði hálf hvumsa yfir stjörnuspánni sinni í dag. Þar sem lengsta ferð að heiman sem ég hef farið fram að þessu voru hundrað og fjórir dagar, líst mér satt best að segja ekkert á þessa spá. Meira að segja búist við töfum í byrjun! Nettur hrollur og sennilega rétt að ganga vel frá öllum sínum málum, ekki seinna en strax, ef ske kynni að ferðalagið næði yfir móðuna miklu. Ekki það að stjörnuspá sé eitthvað til að taka of hátíðlega, en þessi er eitthvað svo ferlega lúmskulega orðuð.  


Hinn svarti dagur dómaranna.

Látum nöfnin þeirra standa í svörtu  í allan dag á bloggsíðum okkar. Þau tala fyrir sig sjálf verkin þeirra. Og við erum með þögla yfirlýsingu um hvað okkur finnst um þau.

Það voru hæstaréttardómararnir; Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 árum, sem var dómur héraðsdóms, í 3 1/2 ár.

Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???

Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu undir yfirskriftinni

Hinn svarti dagur Dómaranna.


Ljóstýra í myrkrinu?

Mikið gleður þessi frétt reykingafíkilinn mig. Er ötull bruðningsmaður grænmetis svo eitthvað ætti maður að vera í minni hættu samkvæmt þessu að fá einhverja óværu af þessum annars leiða ávana. Einhverntímann las ég að fiskur hjálpaði einnig um einhver prósent og gott ef ekki dash af rauðvíni, svona í hæfilegu magni. Er nokkkuð annað en að leyfa reykingar á börunum aftur, ef það er gert að skilyrði að þar séu ævinlega til staðar ávaxta og grænmetiskörfur sem viðskiptavinir hafi greiðan aðgang að? Já eða jafnvel soðin ýsa? "Smjúts" á alla.


mbl.is Neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á lungnakrabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptabankaelítan og "fittararnir".

Ég er sennilega einn af mörgum, já ef ekki vel flestum Íslendingum, sem ekki verður boðið til Rómar eða í mat um helgina af mínum viðskiptabanka. Sosum ekkert nýtt. Yfirleitt talinn frekar þurr á manninn, tuðgjarn þverhaus og háfgerður "partybraker" hvar sem ég kem. Í sjálfu sér ekkert skrýtið þó mér sé ekki boðið. Það sem vekur hins vegar eftirtekt mína við gestafjöldann sem boðið er í þessar "elítuveislur" , bæði hér heima og eins úti í hinni gullfallegu Róm, er nokkuð sem ég vissi svosum fyrir.: Það eru ekki nema rétt um tvö hundruð manns sem skipta einhverju máli hér á landi, þannig lagað séð út frá arðsemissjónarmiðum bankanna tveggja sem nú splæsa svona myndarlega. Fyrir okkur hin hefur það helst verið í boði bankanna að einn og einn, annars steindauður dagur, í Húsdýra og Fjölskyldugarðinum hefur staðið okkur til boða, já og að sjálfsögðu "smá" vaxtahækkun svona annað veifið, stórhækkuð þjónustugjöld og önnur dægradvöl sem sjálfsagt telst að hella yfir svona nauðaómerkileg kvikyndi sem mig og mína líka. Óska ég "elítunni" flestallri góðrar ferðar til Rómar og þeim sem KB banki tímdi ekki að fara með lengra en niður að höfn í mat, góðrar helgar og ánægjulegra timburmenna. Hvaðan ætli annars peningarnir komi í þetta allt saman? Hvað veit ég svosem um það, ávallt á fittinu eða hálf eða algerlega gjaldþrota?......."Smjúts" á alla.     

Er sómi að þessu Mbl.is?

Klukkan er 1907, 11. september 2007. Skelfileg frétt er sett á MBL.IS. Enn eitt banaslysið í umferðinni. Vettvangur slyssins við Selfoss. Klukkan 1937 er komin mynd af öðrum bílnum sem lendir í þessu skelfilega slysi. Bíllinn sem sá látni ók. Suðurlandsvegur enn lokaður og enn er lögregla og rannsóknarlið á vettvangi. Myndin af bílnum það skýr að hver sem hugsanlega veit eitthvað um bíla, eða það sem verra er, þekkir þennan bíl, veit og sér hvað hefur gerst. Útilokað að búið sé að hafa samband við alla nánustu aðstandendur á þessum tímapunkti. Mbl.is fyrst með fréttirnar? Má vera. Ef þetta er ykkar sýn á "vandaðri"fréttamennsku, held ég að eitthvað sé orðið verulega brenglað hjá ykkur þarna á Mbl.is. Er kannski amerískur "skiptifréttamaður" í heimsókn á Mbl.is, eða eru þeir sem setja inn fréttir hjá ykkur svona gersamlega út úr öllum kortum, þegar kemur að tillitsseminni?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband