28.6.2020 | 22:05
Allir vita og hafa vitað lengi.
Það er alkunna og hefur verið árum saman að erlendum verkamönnum er hrúgað eins og skepnum í alls kyns húsnæði víða um borg og bí um land allt. Sorglega mikið af þessu húsnæði er tæpast mönnum bjóðandi og þó það sé það, er hrúgað það mörgum einstaklingum inn í eitt og sama rýmið að trauðla getur talist annað en hreinn og klár skepnuskapur. Ósvífnir kennitöluflakkandi byggingaverktakar bera af í þessari ósvífnu mannvonsku og ætti að taka laglega í durginn á þeim andskotum í eitt skipti fyrir öll.
Allt stjórnkerfið, frá lítilsnýta blýantsnagandi kerfiskarlinum, borgarstjóraónefnuunni og ótöldum bæjarstjórum upp til ráðherra Íslands, skella hinsvegar skollaeyrum við þessu skammarlega ástandi sem þau öll vita af og hafa vitað af um árabil. Það lúkkar jú svo djöfull kúl að taka fyrstu skóflustungur, presentera glærusjó, klippa á borða í beinni og svo þarf jú að keyra upp hagvöxtinn og helst byggja helmingi meira en þörf eða geta er fyrir. Þess vegna er flutt inn ódýrt vinnuafl, sem sumir virðast telja að megi fara með eins og hvern annan búpening.
Sveiattan í heitasta að horfa upp á ömurlegt báknið þykjast ekki hafa vitað af þessu og embættismennina benda hver á annan í algerri afneitun eigin lasta, kæruleysis og rósrauðra drauma um labbahjólastrætóborgarlínuþvælur og annað lítilsvert prjál.
Öll líf skipta máli!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Lögðu blóm við Bræðraborgarstíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2020 | 02:24
Það er ekki sama..
.....hver snýr skónum með skítlegum hætti af andstæðingum sínum. Farið hefur fé betra og oft hefur kjaftur betur hæft skel, eins og Gudda sagði forðum í niðurgreiddum klæðum á vegum hins opinbera. Eftisjáin af sunnunni er engin.
Verst að við tekur malbikunarjakki í fasískum hefnigír.
Guð blessi stjórnskipunar og eftirlitskerfi ríkisins, með hefnigjörnu tjörufroðuna í forsæti.
Alþingi og nefndir þess og ráð hafa sett svo niður að meira að segja almenningssalerni njóta meiri virðingar en þau, nú til dags. Skelfilegur sannleikur, en sár og sannur. Kerfinu til vorkunnar, finnast engin almennileg almenningssalerni og því heldur andskotans endaleysan áfram.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Enginn gengið jafn aggresíft fram og Þórhildur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2020 | 08:15
Borgaróstjórnarþvæla.
Grjóthrúgur sem kallast á við fjörugrjótið heitir þetta víst samkvæmt talsmanni borgarinnar. Borgaróstjórn Reykjavíkur er samansett algerum bjálfum. Það ætti hverjum manni að vera orðið ljóst. Það er alveg kominn tími á það að láta fíkniefnadeild lögreglunnar mæta í Ráðhús Reykjavíkur með hunda sína og helst hafa þar viðveru allan sólarhringinn. Þetta lið hlýtur að nærast á einhverju allt öðru en venjulegu viðbiti.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Íbúar eru ósáttir við hrúgurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.6.2020 | 22:20
Óviðjafnanlegur gisti og skemmtimöguleiki.
Tuðarinn og spúsan dvöldu að Hótel Grímsborgum um síðustu helgi. Fullkomin þjónusta, gjörsamlega yndislegar veitingar, glaðværð og einstök gestrisni einkenndi dvölina alla. "Thumbs up" á báðum höndum. Fagmennskan fram í fungurgóma.
Hendið tjaldvögnunum og hjólhýsunum. Versta "fjárfesting" sem til er. Gistið frekar hjá fólki eins og Ólafi Laufdal og co um land allt.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Sumarið meira og minna úti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)