Allir vita og hafa vitað lengi.

 Það er alkunna og hefur verið árum saman að erlendum verkamönnum er hrúgað eins og skepnum í alls kyns húsnæði víða um borg og bí um land allt. Sorglega mikið af þessu húsnæði er tæpast mönnum bjóðandi og þó það sé það, er hrúgað það mörgum einstaklingum inn í eitt og sama rýmið að trauðla getur talist annað en hreinn og klár skepnuskapur. Ósvífnir kennitöluflakkandi byggingaverktakar bera af í þessari ósvífnu mannvonsku og ætti að taka laglega í durginn á þeim andskotum í eitt skipti fyrir öll.

 Allt stjórnkerfið, frá lítilsnýta blýantsnagandi kerfiskarlinum, borgarstjóraónefnuunni og ótöldum bæjarstjórum upp til ráðherra Íslands, skella hinsvegar skollaeyrum við þessu skammarlega ástandi sem þau öll vita af og hafa vitað af um árabil. Það lúkkar jú svo djöfull kúl að taka fyrstu skóflustungur, presentera glærusjó, klippa á borða í beinni og svo þarf jú að keyra upp hagvöxtinn og helst byggja helmingi meira en þörf eða geta er fyrir. Þess vegna er flutt inn ódýrt vinnuafl, sem sumir virðast telja að megi fara með eins og hvern annan búpening. 

 Sveiattan í heitasta að horfa upp á ömurlegt báknið þykjast ekki hafa vitað af þessu og embættismennina benda hver á annan í algerri afneitun eigin lasta, kæruleysis og rósrauðra drauma um labbahjólastrætóborgarlínuþvælur og annað lítilsvert prjál.

 Öll líf skipta máli!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Lögðu blóm við Bræðraborgarstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fólk sem hefur vinnu þarf oftast ekki að búa kofum, það er hæeg að leigja flottar einstaklings íbúðir  í Reykjavík fyrir minna enn 150.000. Hinnsvegar velja bara margir þessir útlendu verkamenn að búa í kofum eða mörg saman til að eiga meira eftrir af kaupinu að senda heim. 

Guðmundur Jónsson, 29.6.2020 kl. 16:46

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ódýr og ómerkileg skýring Guðmundur. Sá sem leigir ´´flottar einstaklingsíbúðir´´ tekur trauðla í mála að þar komi til með að búa tuttugu manns. 

Halldór Egill Guðnason, 29.6.2020 kl. 22:19

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Taka 2

Einstaklingar sem koma til íslands sem verkamenn og eru í vinnu hafa til umráða um 250.000 kr á mánuði að lámarki. Það ætti að duga til að búa sæmilega í borginni. Þetta fólk velur hinsvegar oft að búa í hreysi með öðrum til að spara nokkra tugi þúsunda. sumir senda afganginn heim en aðrir drekka fyrir hann.

það er eftirspurn eftir þessum hreysum. þess vegna eru þau til.

Ef þetta val væri nú tekið af þessu fólki með reglugerð og opinberu eftriliti, hvort heldur þu að hagur þess batni eð versni ?

Guðmundur Jónsson, 30.6.2020 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband