"Kauphöll"?

Kauphöll Íslands. Þetta er mikið nafn. Mætti ætla að þar rúlluðu þúsundir milljarða í gegn á ári hverju og á "gólfinu" stæðu sloppklæddir verðbréfahöndlarar, sem argandi og gargandi, böðuu út öllum öngum og fingrum í hita verðbréfakaupa og sölu. Sú er hinsvegar ekki raunin. Kauphöll Íslands leigir eina hæð í glerhúsi í Holtunum og þar vinnur enginn í slopp. Varla að heyrist þar nokkuð hljóð, enda umsvifin örlítil. Reyndar svo lítil, að varla tekur því að ræða þau. Ársveltan svipuð og á tveimur mínútum í alvöru kauphöllum, ef hún nær því þá. Rauðir dagar, grænir dagar og allskonar, rosalega mikið um vera, samt sem áður, ef marka má "markaðsfréttir". Í raun hefur þessi "Kauphöll" varla rétt á að kalla sig höll. Væri nær að nafninu yrði breytt í "Verðbréfastofan Wannabí" eða jafnvel "Íslenska Hlutabréfasetrið. Gott ef ekki"Íslenska Verð og Hlutabréfakotið" hentaði best. Það má síðan deila um það hvort króginn ætti að vera ehf, hf eða ohf. Hvert svo sem valið væri, ráðleggur tuðarinn engum almennum sparifjáreiganda að hætta sér inn fyrir dyr þessa óbermis, með fjármuni sína.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Annar rauður dagur í Kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjáraustur í sandaustur.

 Áfram heldur hörmungarsagan í umhverfis og hönnunarslysinu Landeyjahöfn. Enn á ný er hafin dæling úr henni og í þetta sinn til að "búa í haginn" fyrir gröftinn í vor og sumar, ef veður og straumar leyfa. Ef svona mikill sandur er núna inni í höfninni sjálfri, hvað fær þá menn til að halda að ekki verði allt komið í sama farið með vorinu og dæla þurfi aftur á sama stað? Ekki verður annað ráðið af þessu rugli, en að hér eigi sér stað glórulaus fjáraustur í sandaustur, svo arfavitlaust er þetta. Svona eins og þegar Bakkabræður báru ljós í bæinn í fötum. Kemur svo sem ekki á óvart, þar sem höfnin er því miður dauðadæmd sem slík og mun aldrei nýtast nema hluta úr ári í besta falli og þá með tugmilljónakostnaði fyrir hverja opnun. Sennilega sjá menn ekki fáránleikann við þessa höfn fyrr en jafnokar Básendaveðursins, eða jafnvel minni veðurhamfarir, mylja hafnargarðinn mélinu smærra. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær það gerist, því miður. Þangað til munu sanddæluskip og prammar sennilega hafa fleiri daga viðkomu í höfninni en nokkur ferja. Þetta er svo sannarlega höfn fáránleikans. Trillur fá ekki einu sinni aðgang að henni.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Dýpkað í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur seinagangur?

Undarlegt að ekki skuli fást yfir tuttugu milljónir í bætur fyrir skemmdir á svona húsi. Húsið ber með sér að því hafi, án nokkurs sýnilegs vafa, alla tíð verid vel vid haldið. Geislar beinlínis af fegurð og glæsileika og eiganda sínum til mikils sóma. Sjaldan sem sjást svona húseignir, sem nostrað hefur verid vid af svo mikilli alúð og umhyggju. Hrein unun á að horfa. Sé innandyra jafn glæsilegt um að litast og ad utan hlýtur það að steinliggja að hér er um eina af fegurstu byggingum bæjarins ad ræða.

Svei barasta kerfinu að reiða ekki fram umbeðna fjármuni hið snarasta, svo eigandinn geti áfram haldið ad dúlla sér við að viðhalda þessari bæjarpríði, af sömu elju og myndarskap og áður.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 


mbl.is Barist í 8 ár fyrir skjálftabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband