Ögmundur Jónasson.

Hvað svo sem segja má um Ögmund Jónasson, hans "attitude", pólitísku skoðanir eða framgöngu í hinum "ýmsustu" málefnum hingað til, skal honum reiknað til ævarandi tekna, hvernig hann stóð sig á Alþingi í kvöld. Ekki beygður af flokknum, ekki sáttur við stöðuna, ekki sáttur við frumvarpið sagði hann NEI. Hvort þetta var allt fyrirfram ákveðið og um samið, getur enginn sagt til um, en hann kom einna best út úr kvöldinu ásamt Pétri Blöndal, sem af veikum mætti reyndi að leiða fólk í sannleikann, með tölur einar að vopni. Bleyðuklúbburinn í ríkisstjórn Íslands heyrði hvoruga röddina, hvorki nú né sem fyrr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband