Hvurs konar endaleysa er þetta eiginlega?

Sú veika von almennings, að rannsóknarnefnd Alþingis leggi fram óháð mat um hrunið, aðdraganda þess og aðkomu stjórnmálamanna, ásamt fleirum, virðist eiga að drepa niður með níu manna nefnd, sem sennilega mun hafa það hlutverk helst að þurrka út skítabletti og sópa öðru óþægilegu undir teppi, áður en´endanleg skýrsla verður birt. Allsherjarnefnd samþykkir einróma að hafa þennan háttinn á. Það hefur greinilega EKKERT breyst á ölþingi Íslands. Samtrygging þingmanna úr ÖLLUM flokkum er alger, þegar kemur að innri skoðun þessarar fylleríssamkundu.  Þriggja ára fyrning! Þetta er móðgun við Ísland og þjóðina alla! Kæmi ekki á óvart, þó skipuð yrði 27 manna nefnd til að fjalla um nefndarstörf 9 manna nefndarinnar og síðan yrði fengin 81 manna nefnd til að fjalla um þá nefnd og svo koll af kolli. Endanleg skýrsla verður sjálfsagt varla meiri umfangs, en lélegur auglýsingabæklingur frá Dododo pizzum, eða öðru slíku rusli og ef að líkum lætur, varla birt fyrr en að þremur árum liðnum!  Fussumsvei barasta, að horfa upp á þetta!!! Er búið að henda öllum pottum á Íslandi?
mbl.is Fyrningarfrestur þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einróma samhljóða voru þeir kallangarnir á þingi. það er þó jákvætt að þeir hafi eitthvað sem þeir rífast ekkert um...datt einhverjum í hug að nokkrum yrði refsað í þessu máli?

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband