31.8.2009 | 19:59
Á "Ölþingi" Íslands.
Gárungarnir hafa fundið nýtt nafn á Alþingi Íslands, nefnilega Ölþingi. Kemur það til út af nýlegu rauðvínsblaðri nýs þingmanns SF í umræðunni um Iceslave, en þar steig hann í pontu gegnmareneraður af léttvínsdrykkju og pakksaddur í boði ónefnds banka úti í bæ. Glæsileg byrjun á þingmannsferli, eða hitt þó heldur. Það að menn mæti drukknir í ræðustól á Alþingi virðist hins vegar ekki vera neitt tiltökumál, ef marka má þau orð sem höfð voru eftir forseta þingsins, en hún sagði eitthvað á þá leið að það gæti tekið fólk mislangan tíma að koma sér inn í hlutina á nýjum vinnustað! Af orðum hennar má semsagt ráða að það sé nánast allt í lagi að fá sér í annan fótinn við þingstörfin. Það sem Sigmundur Ernir klikkaði hins vegar á var að hann var aðeins OF fullur. Vonandi að hann verði bara hálfur næst. Þá passar hann fínt inn í þennan hóp amlóða og eiginhagsmunapotara sem nú fylla sali Ölþingis Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skál !
Brattur, 31.8.2009 kl. 20:32
Ég var einmitt að byrja í nýrri vinnu. Ég ætla að athuga strax á morgun hversu langan tíma ég hef til að koma mér inn í hlutina.......
Hikk!
Hrönn Sigurðardóttir, 31.8.2009 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.