Að tína til það "helsta" úr fréttum annara fjölmiðla.

"The EU directive was muddled, stipulating only that states must set up a "guarantee scheme" for banks, not that they are liable for all losses. It was well-known that these schemes are often private foundations with tiny resources, yet the UK "hardly bothered" to inform savers of this fact. It let IceSave state on its website that savers enjoyed protection equal to the UK's own scheme."

Hvað ætli valdi því að fréttamaðurinn sem ritar þessa frétt, eða MBL, telur ekki vert að snara þessari romsu hér að ofan inn í fréttina? Þetta er jú sennilega bitastæðasta efnið í greininni sem vitnað er í. Jú, treyst á að sauðsvartur skríllinn opni ekki "linkana" sem vitnað er í, heldur kokgleypi allt sem sett er fram. Íslenskir fjölmiðlar geta á engan hátt talist trúverðugir ef þetta litla dæmi er samnefnari "fréttamennskunnar" sem Tuðarinn telur einhverja þá aumkunarverðustu beggja vegna Atlantsála nú um stundir. Segja helminginn er sennilega nóg, eða hvað? Við eigum síðan bara að borga!


mbl.is Fjallað um reiði Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband