17.7.2009 | 03:08
Hvað nú?
Já, já Jóhanna. Þinn tími kom og þú hefur nú komið þessu máli á koppinn, þó Tuðarinn hafi ekki nokkra einustu trú á að þetta fullveldisafsal verði samþykkt þegar þjóðin verður að endingu spurð. Þjóðin sem þú treystir ekki til að velja um hvort hún vildi, eða vildi ekki hefja þessa "vegferð", eins og margar pílitískar druslur kjósa að kalla þetta upphaf að endalokum fullveldis á Íslandi. Gott og vel. Þetta mál er frá í bili. Sendið nú hverja sendinefndina af annari, skipaða flokksgæðingum og öðru fánýtu liði í aðildarviðræður um inngöngu Íslands í þetta eitt ömurlegasta skrifræðisskrímsli mannkynssögunnar. Þar munu margir kerfiskarlar, fyrrum þingmenn, flokksgæðingar, vinir, vinkonur og aðrir vandamenn, maka krókinn á yfirvinnu og ferðalögum á okkar kostnað, með von um að fá einn daginn að verma bekkinn í Brussel, þar sem rúmlega þrjú hundruð þúsunda manneskja þjóð hefur akkúrat ekkert minna en andskotann ekki neitt að segja um sjálfa sig, hvað þá aðra. Frasinn "Minn tími mun koma" hefur snúist undarlega upp í andhverfu sína, svo ekki sé meira sagt. Meðan Ísland brann og heimili og einstaklingar töpuðu öllu sem þeir áttu, sjáfsvirðingu sem eignum, fór nánast allt púður "þíns tíma" í að afsala okkur fullveldinu og um leið horfa fram hjá þeim vanda sem þú og þitt fylgifé lofaði að leysa með einum eða öðrum hætti. Tíminn sem farinn er í þetta mál er orðinn svo langur og upplausnin svo alger orðin, að nú hefur "þinn tími" búið svo um hnútana að varla er orðið borð fyrir báru með nokkurn skapaðan hlut sem skiptir raunverulegu máli lengur fyrir þessa þjóð. "Þinn tími" er orðinn ansi dýr, Jóhanna. Sennilega dýrasti tími sögu vorrar. Hann hefði betur aldrei komið. Skjaldborg um hvað? Hvað nú?
Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2009 kl. 13:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.