5.5.2009 | 10:23
El "Pidjun".
Ķ hvassvišrum og hrķšarbyljum, eiga fuglar žaš til aš sękja ķ ljós skipa į hafi śti og fljśga į stög, möstur og annaš, meš žeim afleišingum aš žeir liggja annaš hvort daušir eftir, eša illa vankašir. Žaš er frekar dapurlegt aš horfa uppį žetta, en fįtt hęgt aš gera til aš koma ķ veg fyrir žetta. Einstaka sinnum er hęgt aš slökkva vinnuljósin, en oftast žurfa žau žó aš loga į fiskiskipum, hvernig sem višrar. Žar sem vetur gengur nś ķ garš hér į hinum enda veraldarinnar, hefur tķš veriš rysjótt, svo ekki sé meira sagt og ķ sķšustu viku gekk hér į meš SV-55-60 hnśta vindi įsamt snjókomu um tķma, svo varla sįst fram į stefni og žvķ sķšur aftur aš skut. Žegar lęgši og rofaši til, voru allmargir fuglar į dekkinu sem höfšu blindast af ljósunum og brotlent hér um borš. Tušarinn tók sig til, įsamt Edgardo II stżrimanni og hélt ķ vettvangskönnun, enda bįšir yfirlżstir og barasta nokkuš virtir fuglavinir hér um borš. Ekki voru nema tveir fuglar daušir, en okkur til allnokkurrar furšu voru flestir hinna bara vel sprękir og var žvķ hafist handa viš aš elta žį uppi, taka žį upp og sleppa žeim śt fyrir lunningu į nż, žar sem žeir uršu flestir frelsinu fegnir. Margir sjófuglar eiga žaš nefnilega sameiginlegt aš geta engan veginn tekiš į loft eša haldiš flugi, nema aš sjį sjóinn, svo undarlegt sem žaš nś er. Į dekkinu kenndi żmissa grasa hvaš varšar tegundir, bęši af stórum sem smįum fuglum. Tušarinn og Edgardo gengu rösklega fram ķ björgunarašgeršunum og įšur en langt um leiš var nįnast bśiš aš nį og sleppa öllum fuglunum aftur. Einungis žrjś stykki eftir og skiptum viš félagarnir okkur ķ tvo hópa til aš klįra dęmiš. Edgardo įtti sjį um tvo og Tušarinn um einn. Er viš skildumst aš tuldraši Edgardo eitthvaš um pidjun eša eitthvaš įlķka sem Tušarinn lagši sig akkśrat ekkert eftir aš hlusta į, frekar en endranęr, enda Edgardo meš mįlglašari mönnum og talar yfirleitt į hraša sem hvaša ķžróttafréttaritari gęti veriš stoltur af og auk žess er ekki aš marka helminginn af žvķ sem hann segir. Tušarinn vatt sér žvķ hugsanalķtiš aš sķšasta fuglinum, nįši góšu taki og gekk śt aš lunningu žar sem fuglinn fékk frelsiš į nż. Sem Tušarinn sleppir blessušum fuglinum nišur meš skipshlišinni kemur Edgardo askvašandi, hrópandi Master Dori, no no no no!. its a pidjun!!! Heyrši ekki alveg nógu vel né skildi hvaš hann var aš hrópa, en fannst fuglinn taka frelsinu hįlf undarlega, žar sem hann svamlaši ķ sjónum. Engu lķkara en aš hann kynni ekki aš synda. Žegar Edgardo var kominn alveg upp aš mér, leit hann nišur į hafflötinn og horfši sķšan sorgmęddur ķ augun į mér. Master Dori.: Lśk at this pśr pidjun. Šer it is svimming in the osjen, but pidjuns kan not svim, so as jś kan sķ, sķ is drįvning. Dónt you nó a pidjun from an albatros, master Dori? Žaš var hreint ekki laust viš aš Tušarinn skammašist sķn, er žaš rann upp fyrir honum aš hann hafši rétt ķ žessu hent dśfu śt ķ raušan blautan daušann. Blessunin gafst fljótlega upp į sundinu og viš horfšum į hana örmagnast og sķšan fjarlęgjast hreyfingarlausa aftur meš skipshlišinni.Žaš var engin žörf į oršum, meš svipnum sem Edgardo horfši į Tušarann meš. Björgunarhóparnir gengu žögulir sitt hvora leišina til baka inn ķ vistarverurnar. Annar hópurinn meš nagandi samviskubit yfir fljótfęrninni og aulahįttnum ķ sér, en hinn meš tįr į hvarmi vegna dśfu, sem drekkt var af kjįna ofan af Ķslandi.
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Athugasemdir
hahahaha žessi Edgardo viršist vera asskoti fyndinn kappi. u veršur nu aš taka mynd af kvikindinu og syna manni žennan gaur sem u ert alltaf aš segja sögur af jęja faršu nu aš drķfa žig heim gamli žķn er sįrt saknaš héšan af klakanum, etta er bara vitleysa aš vera žarna i essu vešri.
Kv Gunnar
Sumarliši Gunnar Halldórsson, 8.5.2009 kl. 02:29
Heyršu fręndi, ég verš aš hitta žennann Edgardo...! Hefuršu ekki plįss fyrir hįseta??? eša kokk....
Snębjörn Björnsson Birnir, 8.5.2009 kl. 20:38
Sęll kęri Halldór.
Vissulega er sagan sorgleg um dśfuna en žaš sem upp śr stendur er aš žś ert dżravinur. Žaš er göfugt og gott minn kęri. Reyndar efašist ég aldrei um žaš aš žś vęrir žaš.
Bestu kvešjur frį Kalla Tomm śr Mosó.
Karl Tómasson, 9.5.2009 kl. 20:57
Nei Halldór! Vertu sem lengst! Žaš eru svo góšar sögurnar śr sušurhöfum
Hrönn Siguršardóttir, 10.5.2009 kl. 23:53
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.