22.4.2009 | 11:12
Samfylking og VG redda þessu.
Elskurnar mínar, þarna uppi á Skaga, verið ekki að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. Samfylkingin og VG redda þessu strax að loknum kosningum. Talsmenn Samfylkingarinnar eru jú opinberlega búnir að tilkynna að brýnasta verkefnið að kosningum loknum sé að ganga í ESB. Það hlýtur að höggva snarlega á þessa skuldasúpu alla saman og laga neikvæða eiginfjárstöðu alls þess fólks, sem nú berst í bökkum og horfir á eigur sínar að engu verða. Rollubóndinn af Langanesinu ætlar síðan að damla með og sjá til. Þetta hlýtur að reddast einhvernveginn allt saman, eða er þaki? Ekki það að aðrir flokkar séu neitt líklegri til neinna afreka, þannig lagað séð. Það er meira og minna sama rassgatið undir öllu þessu liði, sama hvar í flokki það er.
Skítt með komandi kosningar! Þjóðstjórn strax!
Þörf á tafarlausum aðgerðum í þágu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að skoða samninginn við ESB og athuga hvað er í boði. Við vitum að verðtrygging mun verða aflögð og það er ekki svo lítið !! Síðan, þegar við vitum um hvað er að ræða, tökum við upplýsta afstöðu til aðildar, með eða á móti.
Er ekki sól hjá þér ?
Anna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 12:17
Halldór... ég held nefnilega þú hittir naglann á höfuðið í fyrirsögninni...
"Samfylking og VG redda þessu"
Held að þetta kombó sé það eina sem getur komið okkur til bjargar núna.
Annars góðar kveðjur í Suðurhöfin.
Brattur, 22.4.2009 kl. 23:40
Eiginfjárstaða hvers og eins hlýtur að fara eftir því, hvað hver og einn eyddi.
Eiga svo krakkagreyin okkar,börnin að bera þetta næstu 20 árin.
Ég leyfi mér að segja, Nei.
Greiði þeir og þau sem eyddu og leyfið Íslandi að lifa.
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 23.4.2009 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.