"Snillingur" tjáir sig um krónuna.

Loks geta landsmenn andað léttar! Fyrrum viðskiptahrunsráðherra hefur tjáð sig um framtíð krónunnar. Batamerki gjaldmiðilsins blasa við, að hans sögn. Þá vitum við það. Að fá að heyra þessa speki hnjóta af vörum snillingsins, sem ásamt samstarfsfólki sínu á þingi setti þjóðina á hausinn, með sofandahætti og aumingjaskap, hlýtur að róa alla þjóðina. Eða hvað..? Eitt af því sem Tuðarinn hefur lært í hruninu er það, að ef þessi mannvitsbrekka opnar munninn segir að eitthvað sé hvítt, þá er það alveg örugglega svart. Krónan er sem sagt alveg örugglega á leið til andskotans. Það hefur hér með fengist staðfest af snillingnum, sem því miður virðist ætla að rata á þing á ný, fyrir atbeina staurblindrar alþýðu, sem snúið er eins og snældu af fjölmiðlum og æsingafólki sem slær um sig með innantómum frösum og skrumi, lofandi öllu fögru, sem vandséð er hvernig standa á við.

ÞJÓÐSTJ'ORN !, ekki seinna en sem fyrst!    


mbl.is Krónan mun styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skelfing ertu nú lasin greyið mitt!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Sammála Halldór.Vildi að þú hefðir getað heyrt í honum í tv. í gærkvöldi. Ótrúlegt.

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 21.4.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband