Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksaðdáendaklúður!

Eftir einhverja ruddalegustu, efnahagslegu nauðgun sem framin hefur verið á þjóðinni frá stofnun lýðveldisins, fékk hinn almenni flokksmaður tveggja flokka, sem voru óumdeilanlega gerendur í nauðguninni, að segja hug sinn í prófkjörum til niðurröðunar á mannskap fyrir næstu kosningar. Síðastliðin helgi var meira og minna tekin í þetta. Niðurstaða helgarinnar.: Nánast ALLIR sitjandi þingmenn og ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar, þar með viðurkenndir gerendur, sem óskuðu eftir áframhaldandi sæti á þingi, auðnaðist að láta ósk sína rætast! Megnið af nauðgurunum hafa verið valdir til þings á ný og það af fórnarlömbunum! Er þessi þjóð ekki komin á einhvern hættulegan punkt, eða á hún ef til vill skilið að henni sé bara nauðgað áfram? Held svei mér þá að þjóðin eigi skilið áframhaldandi raðnauðgun, úr því hún gat ekki andskotast til að benda á gerendurna og þurrka þá út af listum, þegar tækifærið gafst. Þetta var aðeins spurning um hvar X ætti að setja, á miðasnipsi, munandi hvernig hinn eða hin hefði staðið sig, eða hvernig manni/konu litist á ný nöfn. Tuðarinn trúir trauðla að þetta sé að gerast, en þetta hefur þó gerst. Íslendingar eiga skilið nákvæmlega það sem þeir kjósa. Er það ekki lýðræðið í sinni björtustu mynd? Djöfull verður gott að komast til Suður-Ameríku í lok mánaðarins, þar sem "spillingin" og öll "vitleysan" þrífst.  Þar veit maður/kona þó hvar maður/kona stendur. Er ekki eitthvað mikið að, ef jafnvel Tuðarinn er farinn að íhuga að kjósa Framsókn?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stokkhólmsheilkenni?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.3.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....en elsku, elsku... ekki framsókn!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.3.2009 kl. 08:31

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já, fuss !

Og jafnvel svei líka. 

Anna Einarsdóttir, 16.3.2009 kl. 12:12

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og hvur veit nema eins og eitt fussumsvei slettist þarna með

Hrönn Sigurðardóttir, 16.3.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Þù ert alltaf velkominn til okkar ì "Vinstri Græna" frændi.  Fordastu fyrir alla muni tækifærissinnana ì Framsòkn!!

Snæbjörn Björnsson Birnir, 16.3.2009 kl. 20:34

6 Smámynd: Brattur

Halldór, Halldór, Halldór... reyndu að sofa þetta úr þér félagi 

Brattur, 16.3.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Tudarinn vekur fólk til umhugsunar, jafnvel mig.

Kem aldrei til með að sjá Tudarann kjósa Framsóknarflokkinn .

Tudarinn aðhyllist Sjálfstæðiskenninguna, sem er ágætis kenning alveg eins og Kommonistmin.

Allir sem hafa verið í vinnu hjá okkur sl. 10-15 ár á þingi, tel ég vera meira eða minna seka um vanrækslu.

Ég mæti á kjörstað (Minn seðill að þessu sinni verður AUÐUR) því ég ætla að nota minn rétt.

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 17.3.2009 kl. 02:47

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Heyr á endemi, en hvað með Framsókn?  Hélt bara í fávisku minni að þeir hefðu skapað jörðina með aðstoð Sjálfstæðisflokknum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.3.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband