15.3.2009 | 06:23
Kosningaklúður.
Hvernig má það vera að keyra eigi prófkjör áfram og kosningar síðan þar á eftir, innan örskamms tíma, án þess að úr því fáist fyrst skorið hvort og þá hverjir innan raða þingmanna, gætu hugsanlega fengið stöðu sakborninga í fjárglæframálum á næstu dögum og vikum.? Hverskonar endemis ruglstefnu er þetta allt saman að taka eiginlega? Tuðarinn fer senn af landi brott og þarf því að kjósa utankjörstaðar. Hvernig í veröldinni á að vera hægt að kjósa utankjörstaðar, ef ekki eru einu sinni allir listar klárir og það sem enn verra er, ekkert haldbært komið fram um fjárhagsfyrirgreiðslu "gömlu bankanna" til þeirra þingmanna sem sumir hverjir "smæla" nú framan í landslýð og bjóða sig fram að nýju án svo mikils sem snefils af innistæðu og jafnvel með óhreint mjöl í pokahorninu. Á að kjósa þessa menn og konur á þing á ný og leyfa þeim þar með að njóta friðhelgi gegn frekari rannsóknum? Bara spyr. Svo talar fólk um að Suður-Ameríka sé spillt og stjórnmálamenn þar óheiðarlegir og handgengnir þeim sem mest eiga af seðlum....... Fruss á þetta allt saman og skítt með flokka og þing. Geng úr mínum flokki á mánudag, en gef hér með einnig skít í samlanda mína fyrir að kjósa sömu amlóðana yfir sig aftur og aftur. Á þetta við um kjósendur ALLRA flokka! Það er ekki nóg að berja potta og pönnur, berja og limlesta lögreglumenn, skemma eignir annara og fleira í þeim dúr fyrir "góðan málstað" , ef þeir hinir sömu og mótmæla eiga engar lausnir við vandanum sem mótmælt er. Það kallast ANARKÍ og er sennilega það sem þjóðin þarf minnst á að halda um þessar mundir.
P.S.
Kaus Rósu í 2. sætið, "by the way".
Bjarni sigraði í Suðvesturkjördæmi - Rósa náði 6. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn Halldór... það er bara hvasst í mínum í morgunsárið... skil þig mæta vel því það verður mjög erfitt að kjósa eftir mánuð... hinsvegar tel ég nauðsynlegt að við notum atkvæðisrétt okkar... ef við kjósum ekki þá fyrst verður stjórnleysi... besta aðferðin sem við getum notað núna er útilokunaraðferðin... hvaða flokk getum við ekki hugsað okkur að kjósa o.s.frv. þá endum við á einum sem er skástur...
Ekki ætla ég að segja þér hvað þú átt að kjósa félagi. Veit að þú ert skynsamur maður og kemst að skynsamri niðurstöðu... einhvernveginn þvælumst við Íslendingar svo í gegnum þessa erfiðleika sameinaðir og sundraðir eins og við erum og munum alltaf vera... hvað verður þú svo lengi í næstu útlegð?
Brattur, 15.3.2009 kl. 11:46
Elsku Brattur minn.: Þetta á ekki að snúast um flokka. Þetta Á að snúast um fólk! "Sam"fylkingin er flokkur, alveg eins og "Sjálfstæðis"flokkurinn og þessir FLOKKAR hafa nú tekið okkur ærlega í karphúsið. Að ætla sér að nota útilokunaraðferðina á stjórnmálaflokka er eins og að .....tja ég veit ekki hvað. Hver segir að það þurfi eilíflega að vera flokkar? Finnst virkilega ekkert FÓLK sem getur gert allt eins vel? Þarf endilega að vera einhver flokksmaskína á bak við allar vel hugsaðar gjörðir?
Stefán.: Þetta snýst ekki um hvort, heldur hvenær sakfellingar koma fram. Þöggunin sem ríkt hefur innan ALLRA flokka ætti að vera hverjum manni augljós. Það er óhreint mjöl í pokahorninu víðar en margan grunar og þar skipta flokksskírteini engu máli. Grátlegast er að kjósendur sjá sjaldan neitt, í nafni flokksaðhyllingar og gefa trekk í trekk sama liðinu færi á að taka sig í hinn endann. Ósmurt ef svo vill verkast til, allt í nafni flokksins.Koma "hinum" flokknum frá en sjá aldrei misgjörðir eigin flokks. Persónulega hefur Tuðarinn gefið sinn FLOKK upp á bátinn og hyggst snúa sér að öðrum og brýnni málum en þeim sem stuðla að hagsæld og betri kjörum á Íslandi. Íslendingar hafa nefnilega kosið það sjálfir að verða teknir í rassgatið um ókomin ár, en Tuðarinn er búinn að loka sínu gati. Þangað fer enginn, án þess að vera boðið og þá vel smurt.
Halldór Egill Guðnason, 16.3.2009 kl. 03:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.