7.3.2009 | 00:37
Einn og hálfur hvað?
Það er með hreinum ólíkindum að sama fólk og kostað hefur þjóðarbúið hundruði, ef ekki þúsundir milljarða, með sofandahætti sínum, klíku og aumingjaskap, skuli nú sjá stjörnur yfir löngu tímabærri kúvendingu stjórnkerfisins, sem gæti kostað "allt að" einum hálfum milljarði. Eru siðblindu og afneitun eigin misgjörða engin takmörk sett af hálfu þeirra sem kosnir voru til að stjórna landinu, en brugðust algerlega í því hlutverki? Ætli Geir hafi reiknað út hvað aulagangur hans og samverkamanna hans og kvenna, í flestum flokkum, hafi kostað þjóðarbúið fram að þessu? Að geta fengið það af sér að stíga í púltið og gagnrýna bruðlið við nýja stjórnskipan er ekkert annað en undirstrikun þess að engu tauti verði komið við þá sem sátu á þingi meða Ísland brann innanfrá með þeirra tilstuðlan og aumingjaskap. Það besta sem gæti gerst í komandi kosningum væri það að ENGINN þeirra sem setið hafa á Alþingi undanfarið næði kjöri. Vonandi að í prófkjörum flokkanna næstu daga kjósi þeir sem þátt taka EKKI þá sem setið hafa við Austurvöll undanfarin ár. Farið hefur fé betra. Reyndar stórfé, ef því er að skipta.
Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þarf ekki annað en að rifja upp dekurmál Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar; Öryggisráð sameinuðu þjóðanna, til að sjá hversu fráleitt það er af gagnrýna bruðl í sambandi við stjórnlagaþing. Ég held að þessi draumur Halldórs Á. hafi kostað þjóðina tæpa 2 milljarða og hvað fengum við til baka ? EKKERT !
Það er bara eitt dæmi af ótalmörgum. Hvað með alla sendiráðsbústaðina t.d. ? 800 fermetrar - á besta stað í London - og allt í þeim dúr. Það er sko ekki ókeypis. Nei, þessir herramenn kunna bara ekki að skammast sín.
Anna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:51
Það er dæmisagan um flísina og bjálkann sem á vel við í þessu sambandi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:02
Kæra Anna.: Hver hélt síðan kosningaræðuna á UN?(SÞ) Ef ég man rétt, heitir hún Ingibjörg Sólrún og undirstrikaði þar með undirlægjuhátt ALLRA sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. ERGO.: ALLT þetta fólk BURT! sama hvar í flokki það stendur. Við þurfum nýtt blóð, sem veit hvað það er að finna til tevatnsins. ALLUR PAKKinn á að víkja! Jóna segir allt sem segja þarf.
Halldór Egill Guðnason, 7.3.2009 kl. 02:15
Kæri Halldór og kæra dagbók.
Ég veit að Ingibjörg tók við keflinu af Halldóri og Davíð og er ekkert rosalega stolt af pönnukökunum okkar í Brussel. Mér finnst að hún hefði átt að stíga til hliðar og axla ábyrgð sem annar af formönnum stjórnarflokkana sem sat við völd þegar fjármálakerfi Íslands hrundi.
En manstu samt ekki þegar þeir sátu strákarnir og spjölluðu;
Davíð; Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór Dóri.
Halldór; Mig langar obboslega að fara til útlanda. En þig.
Davíð; Ég vil vera þar sem peningarnir eru prentaðir. Nú búum við bara í haginn fyrir þig einhvers staðar á öruggum stað í útlöndum Dóri minn. Þú færð Öryggisráð sameinuðu þjóðanna og ég fæ Seðlabanka Íslands.
En þannig endaði ekki sagan af þeim Dóra og Dabba, nei nei nei.
Anna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.