31.1.2009 | 01:27
Erfiðar heimkomur!
Það er vægast sagt undarlegur andskoti hvernig tekið er á móti manni við komuna til landsins. Tuðarinn hefur undanfarna mánuði skoppað um hafið bláa á suðurhveli jarðar og farið þangað í tvígang síðan í ágúst á síðasta ári. Dvalið tvo mánuði ytra hvort skipti og verið tvo mánuði heima á milli úthalda. Við heimkomuna úr fyrra úthaldinu, þann 6. október, hrundi hagkerfið og brast á kreppa. Við seinni heimkomuna, þann 26. janúar féll ríkisstjórnin. Hvurs konar andskotans móttökur eru þetta eiginlega? Ég bara spyr. Ég fer aftur út í lok mars og get ekki annað sagt en að ég sé orðinn drullukvíðinn því að snúa heim aftur úr því úthaldi, sem verður samkvæmt öllum áætlunum í lok maí. Til að forða þjóðinni frá frekari hörmungum við heimkomur mínar, hefur verið sett af stað neyðaráætlun í átján liðum, sem ætlað er að stuðla að því að ég komi hreinlega barasta ekkert til baka úr næsta úthaldi. Ég er sjálfur búinn að ganga frá og útfæra sautján liði, en vantar smá aðstoð við þann átjánda.: Hvert á ég að fara?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Velkominn heim kæri vinur og mikið er gaman að heyra frá þér.
Nú er allt að gerast á klakanum, við Vinstri græn að taka við þrotabúinu óhrædd og ákveðin í að láta gott af okkur leiða.
Eigum við ekki að fara að fá okkur að borða saman gömlu settin og tala m.a. um turtildúfurnar okkar?
Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 31.1.2009 kl. 02:33
Komdu bara aftur heim. Það er allt í lagi þótt hagkerfið og ríkisstjórnin falli ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 09:37
Já, það dettur allt með þér Halldór.
Í eina skiptið sem ég hef séð þig DATT ég í það.
Síðan, eins og þú segir HRUNDI hagkerfið og FÉLL ríkisstjórnin við heimkomu þína.
Ég mæli með að þú færir konu þinni happadrættismiða. Hún DETTUR örugglega í lukkupottinn.
En svo ég svari nú 18. lið neyðaráætlunar; Farðu í bað.
Anna Einarsdóttir, 31.1.2009 kl. 09:44
Það hlýtur að enda með því að þú dettir í lukkupottinn.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.1.2009 kl. 11:17
þarftu nokkuð að vera fara yfirhöfuð....... ef þetta er niðurstaðan í hvert skipti sem þú kemur heim..... ég meina níd æ sey mor....
Fanney Björg Karlsdóttir, 31.1.2009 kl. 11:17
... næst þegar þú kemur heim, komdu þá með bleikan Flamingó... mæli með að hann verði settur inn á skjaldarmerki Íslands í stað drekans sem ég hef aldrei kunnað við...
... farðu svo í framboð og sigldu þjóðarskútinni út úr óveðrinu... hafðu Edgardo stýrimann með þér því það þarf alltaf að vera einhver við hliðina á manni sem segir;
Æ tóld jú só, æ tóld jú só!
Brattur, 31.1.2009 kl. 11:40
Já... og Pablo sem flissar því þá flissum við með :Þ
Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.