Hægari uppbyggingu?

Að þessi aukning kvótans núna, "stuðli að hægari uppbyggingu hrygningarstofns en ætlað var" er einhver grátbroslegasta, en jafnframt einhver fáránlegasta yfirlýsing sem heyrst hefur í mörg ár, þegar blessaður kvótinn er annars vegar. Er hægt að byggja upp einhvern fiskistofn öllu HÆGAR en gert hefur verið undanfarin 25 ár? "Uppbyggingin" hefur skilað þeim árangri einum, í þessu heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi, að  hún hefur reynst neikvæð allan tímann(eftir því sem okkur er sagt) og í raun verið lítið annað en niðurrifsstarfsemi á þorskstofninum og slátrun á sjávarplássum allt umhverfis landið. Það er nú allur árangurinn. Að það skuli enn finnast fólk sem telur að fiskurinn í sjónum sé eins og hver önnur bankabók, sem hægt sé að ávaxta, leggja inná og taka útaf, eftir behag, er með hreinum ólíkindum. Meira að segja leyfilegt að veðsetja þann gula! Svosem ekki að furða að þetta sama fólk hafi siglt þjóðarskútunni í kaf. Heimskan á sér engin takmörk í pólitík. Það er alveg ljóst. Maður getur svosem skilið að dýralæknisálfur taki þátt í að klúðra fjármálakerfi heillrar þjóðar, en að maður vestan af fjörðum, af miklu útgerðarfólki kominn, skuli setja nafn sitt við þessa kvótaendaleysu og mæla henni bót við hvert tækifæri, fær Tuðarinn ekki með nokkru móti skilið.   
mbl.is Þorskkvóti aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

" slátrun á sjávarplássum allt umhverfis landið."

þeir sem hugsa fram í tíman og reyna að vinna sjálfir að eigin málum hafa byggt upp þau pláss sem þeir búa í. 

kynntu þér málið. skoðaðu á vef hagstofunar þróun aflahlutdeild mismunandi byggða á síðasliðnum árum. 

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Brattur

Halldór, ég tók einmitt eftir þessu... að byggja upp HÆGAR... bara hlægilegt... minni mig á það fyrir margt löngu þegar alltaf var verið að fella gengið, að menn tóku upp á því að kalla gengisfellingu, GENGISSIG... síðan gerðist það að það varð mjög mikil gengisfelling... þá sagði þáverandi fjármálaráðherra að þetta væri ekki gengisfelling heldur  GENGISSIG Í EINU STÖKKI...

Brattur, 17.1.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband