16.7.2008 | 13:24
Möppudýr og blýantsnagarar til Brussel.
Sennilega er einn stærsti kostur þess að ganga í Evrópubandalagið sá, að hægt verður að senda möppudýr, steingeldar kerfisbullur, pabbadrengi og blýantsnagara til Brussel í bunkum. Mjög gott að losa sig við alls kyns vandræðagemlinga úr stjórnsýslunni með þessum hætti. Það mætti til að mynda senda syni fyrrverandi ráðherra og eða bankastjóra til Belgíu. Það þarf þá ekki að deila um stöðuveitingar hér á landi þeim til handa. Það er öllum fjandans sama um hvaða lið er sent til Brussel og ekki verið að troða á neinum, með sendingum þangað. Allar stöður yrðu því mannaðar úrvalsfólki hér heima, en öllu vafaliðinu, pabbadrengjunum, möppudýrunum og leiðindapúkunum mokað til Brussel. Evrópubandalagið er jú þegar upp er staðið ekkert annað en steingelt möppudýraskrímsli sem ekkert gerir annað en að meiða þá sem þangað æskja inngöngu, eða eru þegar gengnir í þennan ófögnuð. Möppudýrin skilja þetta hins vegar ekki og sjá inngöngu í óværuna sem lausn allra mála.Fari þau sem flest til Brussel.
Íslenskum starfsmönnum fjölgað í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög athyglisvert hjá þér, en við þurfum sem betur fer ekki að ganga í Tröllabandalagið til þess, sendum þessi blýantsnagandi möppudýr bara sjálf og það með þeim hætti sem ég sting upp á HÉR!
Jón Valur Jensson, 16.7.2008 kl. 13:32
Sendum þetta lið til Brussel, já og frímúraranna, leggjum niður seðlabankann og setjum Davíð Odds, Björn Bjarna, Ingibjörgu S, Össur og eginlega alla í núverandi ríkisstjórn í fangelsi. Þá fyrst erum við sjálfstæð.
Lifi byltingin! og kær kveðja
Alli
Alfreð Símonarson, 16.7.2008 kl. 13:35
nannanababú! Þú segir nokkuð.
Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 18:00
Nei nei nei, í Guðs bænum ekki senda þá þarna niðureftir. Það er nefnilega svo auðvelt að hækka alla skatta og gjöld í fjarveru greiðenda. Þá verður þetta eins og að gera lögtak í tekjum ykkar bréfleiðis.
. . . já ég skil . . . en því miður, við erum uppteknir á fundum í byggingu 369 í allann dag. Talaðu við fulltúra okkar á Íslandi. Manuela Heins yfirmaður skattamála ESB mun einnig svara íslenskum undirmönnum sínum í Arnarhvál á morgun . . . . . Heyrðu Siggi við erum á fundi í byggingu 2358 á morgun því hann Stanislaus Rasparovic yfirmaður sjávarútvegsmála hjá ESB lætur okkur hafa pappírana um að karfaveiðar heima á Íslandi eiga að …
Nei ! Nei ! Nei !
Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2008 kl. 18:37
Ég held við séum bara sammála núna félagi. Nú ef einhver pabbastrákurinn telst ekki hæfur til að sitja og naga í Brussel má nota hann í Öryggisráðið.
Víðir Benediktsson, 16.7.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.