Íslenskur aumingjaskapur.

Tvær krónur! Eigum við kaupendur að hoppa hæð okkar af gleði vegna þess? Hvern fjárann skipta tvær krónur okkur til lækkunar, þegar við höfum verið tekin í hinn endann, ósmurt með hundrað kalli, undanfarnar vikur? Það standa ennþá ansi margar krónur stíflaðar í ónefndum enda sem illa horfir með að losni  um á næstunni.

 Tölvupóstur gengur manna og kvenna í millum þessa dagana, þar sem VIÐ erum hvött til að sniðganga ákveðin SAMRÁÐSFÉLÖG í olíu og bensínbransanum vegna óheyrilega hás eldsneytisverðs. Hvað gerist? .....Ekkert! ...........Áfram halda "löghlýðnir" viðskiptavinir að versla við Samráðið og svo skilur fólk ekkert í því að verðið haldi áfram að hækka! Íslendingar eiga skilið hátt eldsneytisverð. Við erum ekki einu sinni fólk til að mótmæla! Þetta er dæmigerður íslenskur aumingjaskapur! Íslendingar eru verstu mótmælendur í heimi og það nýta sér bæði innlendir sem erlendir auðhringar, olíufurstar, álrisar og innlendir "draumaprinsar" í verðbréfageiranum.. Strauja hér yfir menn og náttúru og hljóta til þess fulltingis Alþingis. Alþingis, þar sem eitt sinn riðu hetjur um velli.

Við erum þegar öllu er á botninn hvolft........okkar eigin verstu óvinir. Hátt eldsneytisverð eigum við skilið eins og aðrar þjóðir því að..............við gerðum EKKI NEITT:

Með tár á vanga.:

Tuðarinn.

 

 


mbl.is Verð á eldsneyti lækkar um 2 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Gæti ekki verið meira sammála þér með þetta, við gerum ekkert annað en að tala um hlutina, ég mun  þann 1 júlí hætta að versla við N1 og skeljung, þó svo ég sé með góðan afslátt . Sýnum samstöðu.

Reynir W Lord, 27.6.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er vinur minn, tralla la trala la la la .... 

Sýnum samstöðu !

Þurrkaðu tárið Halldór. 

Anna Einarsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála.

Marta B Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Talað eins og frá mínu hjarta, kæri Halldór.

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband