23.4.2008 | 15:28
Múgsefjun og mótmæli.
Það er átakanlegt að horfa upp á það sem gerst hefur í dag við Rauðavatn. Mótmælendur sem ekki virðast einu sinni vita hverju þeir eru að mótmæla lengur, dimmiterandi unglingspjakkar og ruddaskríll sem grenjar eins og stungnir grísir ef ýtt er við þeim. Til hliðar stendur svo upptjúnað og æst fjölmiðlaliðið og dramatíserar allan pakkan oní liðið í beinni útsendingu og hefur að því er best verður séð, kveðið upp þann dóm að lögreglunni sé allt um að kenna. Þvílíkur bölvaður skrípaleikur þetta er að verða. Í fyrsta sinn í íslenskri verkalýðsbaráttu fara menn í mótmælaaðgerðir og krefjast MINNI hvíldar!!! Ruglið slíkt að ekki gat endað öðru vísi en með einhverri vitleysu. Vissulega er eldsneytisverð hátt hér á landi, en það er einnig svipað í Portúgal til dæmis, svo rökin um kaupmátt eru fallin um sjálf sig. Held að trukkabílstjórar ættu að halda sig til hlés næstu daga og krakkaormarnir í skólanum, en ekki gargandi á götum úti um eitthvað sem þeir vita ekki einu sinni hvað eða hvar er eða af hverju eða bara af því bara .........ja það held ég nú. Öllu skellt á lögregluna sem illa fer. Þvílík forheimska og barbarismi. Er kaos það sem þetta fólk vill? Mætti halda það, þ.e. þar til það sjálft þarf á aðstoð lögreglunnar að halda. Ömurlegt að horfa uppá þetta.
Mótmælin virtust stjórnlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Athugasemdir
heimskuleg mótmæli, óhuganleg viðbrögð lögreglu - amk eftir því sem ég sá. Ég tók ekki eftir miklu kaosi en sá svosem ekki allt sem gerðist auðvitað. Og ég sá heldur enga ástæðu til að beita svona miklu valdi einsog lögreglan sást gera með gasið, þetta voru nú eftir allt saman bara einhverjir unglingar að dimmitera... svona m.a.
halkatla, 23.4.2008 kl. 16:42
Ég þekki múgsefjun og mótmæli mæta vel kæri Halldór.
Til hamingju með nýja fyrirtækið.
Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 24.4.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.