27.3.2008 | 15:29
Kynbundin stjörnuspá fyrir Steingeitur!
Hér að neðan er stjörnuspá dagsins í Morgunblaðinu fyrir steingeitur.:
"Steingeit: Þú ert á ferð og flugu, tilbúin að kynnast nýjum stöðum og nýju fólki. Vertu viss um að ferðafélaginn hafi einnig áhuga á ferðin."
Þessi stjörnuspá er greinilega eingöngu fyrir konur og finnst undirrituðum sem jafnréttisbaráttan sé komin helst til langt í þessum efnum. Tuðarinn má gjöra svo vel að sætta sig við stjörnuspárlausan dag, sem er kannski eins gott. Einnig er það áhyggjuefni að svo virðist sem prófarkalestur sé með öllu aflagður á Morgunblaðinu. Í þessari stuttu stjörnuspá eru tvær stafsetningavillur og þar að auki þekki ég engan sem ferðast til nýrra staða á flugu. Ekki nema átt sé við svifflugu, en það held ég að sé hæpið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú verður bara að láta ráðast hvernig dagurinn fer.... fyrst þú færð enga spá. Samt ekki gott að hafa ekki við neitt að styðjast yfir daginn.
Anna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:39
... það er kannski hægt að skreppa á bakið á veiðiflugu, taka forskot á sumarið og fljúga í draumi út í einhverja veiðiánna... og setja í þann stóra...
Brattur, 27.3.2008 kl. 21:59
....nema sko að þú sért maðurinn hennar http://hugarfluga.blog.is/
Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 22:26
Hrönn..... þú er óborganleg.......... en mér datt nú einna helst í hug... eins og Brattur.... að þetta væri svona karlrembuspá..... sem á eitthvað sameiginlegt með fluguveiðum....
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.3.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.