12.2.2008 | 16:58
Þvílíkt rugl!
Oft hefur maður misst hökuna niður á bringu yfir undarlegum vinnubrögðum í réttarkerfinu hér á landi. Af öllu því viltausa sem þar hefur átt sér stað, hlýtur þetta að vera það alvitlausasta af öllu vitlausu. Það hlýtur að sjóða uppúr einhversstaðar að lokum ef þetta heldur svona áfram. Sennilega ekki langt í að farið verði að bjóða óþjóðalýð frá öllum heimsins hornum hingað til óhæfuverka að eigin geðþótta. Andskotinn bara, afsakið orðbragðið, en bara get ekki annað en krossbölvað. Eins og við höfum nú ekki nóg fyrir stafni með að hemja innlendan afbrotaskríl. Fjársvelt og undirmönnuð lögregla, kexruglað dómskerfi og bara að nefna það. Gósenland glæpalýðsins gjöriði svo vel. Hin fullkomna uppskrift. Landsfeðurnir hljóta að vera stoltir!
Laus úr farbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Athugasemdir
´Fíbblaskapur og ekkert annað, hvað eru menn að pæla. ??
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 17:01
árni.: Ef það síðan sannast að hann er sekur? Hvað þá? Farbann getur varla talist mikill tortúr í svona máli. Við erum að tala um barnsdráp!
Halldór Egill Guðnason, 12.2.2008 kl. 17:08
Ég hélt nú að það væru nokkurn veginn sannað að þessi maður hafi verið á þessum bíl á þessum degi sem þetta gerðist. Var ekki líka búið að senda sýni út af húddinu og það kom í ljós að það passaði við strákinn. Þannig að þar með er komin nógu góð sönnun að þessi maður hafi keyrt á litla strákinn með þeim afleiðingum að hann lést. Ég er ekkert að misskilja er það nokkuð? Þetta réttarkerfi okkar Íslendinga er í fokking rugli!!! Afsakið orðbragðið en svona er þetta. Maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur með svona fucked up sistem!
Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 17:13
Halldór! Farbann og varðhald er ekki það sama!
Saklaus maður þar til sekt er sönnuð!! svo mikið er víst, en hvernig verja lögin fórnarlömbin? Ef þessi x maður keyrði á litla strákinn, hvort sem hann var ökumaður eða farþegi þá eru yfirgnæfandi líkur að hann hafi verið í bílnum. ? Mikið rosalega þarf maður að vera sjúkur að í fyrsta lagi STOPPA ekki og sjá hvað gerðist í örðu lagi að sjá ekki sóma sinn í því að viðurkenna hvað gerðist, hvort sem var, að hann keyrði eða ekki...hverjum lánaði hann þá bílinn, það eru takmörk hverju er hægt að ljúga!!? Lögin verða að getað sett sér þann farveg að engin er yfir þau hafin, sem enginn er! En einhverra hluta vegna látum við þetta yfir okkur ganga. Af hverju?
Nerd, 12.2.2008 kl. 18:01
Það virðist vera stefna íslenskra dómara að tryggja að erlendir sakamenn geti komist undan réttvísinni með því að stinga af og gildir þá einu hvort þeir eru í farbanni eða ekki. Og ef þeir eru fundnir sekir um eitthvert lögbrot er pottþétt að þeir fá þyngri dóma en Íslendingar fyrir sams konar brot, af því að þeir eru útlendingar og íslenskir dómstólar eru undirlagðir af útlendingahatri og ættingjum og vinum Dabba kóngs.
corvus corax, 12.2.2008 kl. 18:42
Gleymdi einu, hvaða hálfviti er þessi Árni Guðmundsson?
corvus corax, 12.2.2008 kl. 18:43
Ég hefði talið það eðlilega þróun í málinu að biða eftir niðurstöðu úr lífsýna-prófinu, síðan ákvörðun tekin hvort farbanni yrði aflétt eða ekki. Einkennilegt þykir mér að DNA-rannsókn sé ekki sett í forgang þegar svona liggur við, er þetta spurning um einhvern 300.000 kall eða? Corvus corax! mér sýnist akkúrat öfugt farið í þessu máli, svo þar féll samsæriskenningin þín um sjálft sig!!
Nerd, 12.2.2008 kl. 19:04
Tja ef sannast að hann var farþegi og hylmir yfir með ökumanninum, er hann þá eitthvað skárri?
Annars tekur fólk hér að því er virðist í þessum fjölmiðlaleik sem snýst um það að stimpla alla aðflutta sem pakk.
Jú, sendum þá sannanlega brotlegu úr landi (og lokum fyrir að fólk með langan brotaferil komist til landsins), en leyfum því löghlýðna fólki sem kemur hingað aðeins til að vinna, borga skatta og verða kannski að Íslendingum, í friði.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:26
Ég myndi vilja láta ákæra farþegann fyrir aðild að manndrápi.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:32
oj rosalega verður mér illt í sálinni við að lesa reiðina og ruglið í athugasemdum Árna :(
halkatla, 13.2.2008 kl. 00:14
síðan Lúkasamálið átti sér stað þá geta hvaða fávitar sem er klæmst á því og þóst voðalega réttsýnir, jafnvel þótt það sé öllum öðrum augljóst að það er mikið að hjá þeim. Þetta er í rauninni það sorglegasta og versta sem það rugl skildi eftir sig. Auk þess er fáránlegt að nefna orðið Lúkas í sambandi við þetta mál. Hérna er maður á ferð (Árni) sem fattar ekki muninn á farbanni og gæsluvarðhaldi og heldur að það skyggi á heimsku hans ef hann bara nefnir orðið "lúkas". Hugsið ykkur ef allir íslendingar yrðu dæmdir útfrá honum??? svo reynir hann meiraðsegja að láta þetta snúast um rasisma hjá þeim sem eru ósammála honum, þessi maður er sér til skammar (og mannkyni öllu)
halkatla, 13.2.2008 kl. 00:19
Það er beinlínis sorglegt að horfa uppá þetta gerast. Áframhaldandi farbann yfir manninum hefði ekki skaðað hann að nokkru leyti. Hann hlýtur jú að vera hér til að stunda vinnu eins og annað fólk og því vandséð hvaða mannréttindi væri verið að brjóta á honum, þó honum sé áfram meinað að fara úr landi. Reiðin er farin að krauma og þá helst gagnvart getulausu dómskerfi og því hve illa er búið að lögreglu þessa lands til gegna að sínum störfum eins og þarf.
Anna Kr. þú att samúð mína alla.
Halldór Egill Guðnason, 13.2.2008 kl. 13:36
Mér finnst erfitt að kommentera á þessa færslu en ætla að gera það, þó að margir verði sárir, jafnvel ofursárir.
Þetta atvik sem um er rætt var hörmulegt, en mér finnst að fólk ætti að róa sig, litli drengurinn kemur aldrei til baka. Ég vildi ekki vera í sporum þess sem ók á barnið, og að ollum líkindum hefur það verið þessi erlendi maður. Ef sá sem ók bílnum, hefur orðið þess var að eitthvað varð fyrir bílnum, er það ótrúleg bíræfni að aka í burtu. Hafi ökumaðurinn verið drukkinn, eða undir áhrifum lyfja, þá er það ekki víst að hann hafi orðið var.
En svo er líka önnur hlið á málinu, sem er sú erfiðasta að mínu mati.
Hvað var lítill fjögurra ára drengur að gera aleinn og án eftirlits, sérstaklega ef tillit er tekið til myrkurs og veðurs? Eiga ökumenn alltaf að búast við því að lítil börn skjótist út á götu, hvenær sólarhringsins sem er? Ég held að foreldrum þessa litla drengs, sé enginn greiði gerður með því að fólk sé að tjá sig mikið um þetta.
Allir sem verða mannsbani fyrir slysni, eiga alla mína samúð, get næstum því skilið að fólk sé lengi í afneitun, ef það verður fyrir slíku.
Ég hef líka ofboðslega samúð með foreldrum sem missa börnin sín, og sérstaklega ef þeir geta á einhvern hátt kennt sér um.
Ætlaði ekki að tjá mig, en ég er óforbetranleg. Fyrirgefið, afsakið.
Gangið á Guðs vegum.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.2.2008 kl. 14:22
Mér þykir það ákaflega miður, að orð mín skulu hafa hitt þig á þennan hátt. En ég skammast mín ekki, en er leið. Ég hef ekki sagt að þú kennir þér um slysið, ef þú ert móðir drengsins, þá hef ég mikla og djúpa samúð með þér.
Lögreglan lýsti atburðinum á þann hátt að litli dreingurinn hefði verið einn, veðrið var vont og skuggsýnt úti, enda komið fram á vetur.
Auðvitað eiga ökumenn að hafa varann á, alltaf! Við vitum t.d. að á eftir bolta kemur barn. En við vitum líka að smá aðgæsluleysi getur haft örlagarík afdrif. Ég held að við komumst ekki lengra, vil endurtaka að ég er hrygg þín vegna og allra sem hafa þurft að missa barnið sitt. Ég er ekki að kenna þér um, allsekki, en ég er af þeirri gerðinni og skammast mín ekkert fyrir það. Ég reyni að líta í eigin barm og takast á við mín mistök, þessvegna sé ég kannski fleiri hiliðar á þessu máli. Láttu þér aldrei detta í hug að nokkur maður hafi viljað aka á son þinn.
Það er ekki gott að ala á reiði og besta ráð sem ég get gefið manni sem er sorgmæddur, er að fyrirgefa og reyna að sjá ljósið í myrkrinu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.2.2008 kl. 15:16
Það tekur "mjög" langann tíma að sjá ljósið í myrkrinu Ingibjörg eftir svona lagað, þú ættir frekar að halda þér til hlés með þínar skoðanir í stað þess að særa aðra. Oft má satt kyrrt liggja segir máltækið. Foreldri sem misst hefur barn sitt, hvað þá á þennan hátt er reitt og þarf langan tíma til að jafna sig, gefðu fólki til að jafna sig áður en þú skýtur svona skotum. En ég er sammála því að maðurinn á að vera í farbanni þar til búið er að komast til botns í þessu máli.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:18
Ingibjörg...þú gekkst of langt....pældu líka í viðbrögðum "bílstjórans"!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:54
Marta B Helgadóttir, 13.2.2008 kl. 23:17
Anna, ég er alls ekki sammála þér, og þú hefur ekki lesið allt sem ég hef skrifað. Hafi ég sært einhvern, þá finnst mér það leitt, en mér finnt umfjöllun um þetta tiltekna mál, ekki sanngjarnt. Mér er alveg sama hver á í hlut, ég tel það mikla fötlun að geta ekki axlað ábyrgð.
Ég ber fulla ábyrgð á orðum mínum. Ætlaði ekki að skipta mér af, eða láta í ljósi skoðun mína á þessu máli. En, gerði það og skipti ekki um skoðun. Ég fyrirlít þá sem keyra burt af slysstað, ef þeir hafa orðið varir. Fjögurra ára börn, eiga að vera undir eftirliti allan sólarhringinn. Ætla ekki að hafa frekari orð um þetta, bið góðan Guð að blessa alla þá sem hafa misst ástvin, með hvaða hætti sem það hefur gerst.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.2.2008 kl. 09:12
Ingibjörg, það kom fram áður að drengurinn var undir eftirliti...svo er varla hægt að verða ekki var við að keyra á manneskju? En segjum það, þá var ómerkilegt að ljúga og vitnin líka til að sleppa við ábyrgð?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:54
Já, Anna, ég er algjörlega sammála því, en af tillitssemi við aðstandendur, mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Hefði sennilega aldrei gert það, ef ég hefði vitað að móðir drengsins færi inn á þessa síðu. Einhliða málflutningur fer fyrir brjóstið á mér, og það er nú eini sinni svo, að í öllum málum er fleiri en ein hlið.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.2.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.