6.2.2008 | 16:23
Áhugi fjölmiðla fyrst og fremst?
Tuaðrinn er einn af þeim sem er slétt sama um þetta blessaða kosningabrölt hjá þeim þarna í USA. Virðst sem þetta sé aðallega áhugi fjölmiðla og fréttamanna sem kútveltast hver um annan þveran við að moka yfir okkur fréttum af prófkjörunum og það helst í beinni, ef hægt er. Svosem ágætis sparsl í útþynnta fréttatíma, en dreg í efa að almenningur haldi varla vatni af spenningi yfir þessu öllu saman. Halda mætti að búið væri að setja aðra hluta heimsins á "hold"á meðan. Er virkilega ekkert annað fréttnæmt, annarsstaðar frá úr heiminum, já eða héðan af heimaslóðum? Hlýtur að vera hægt að flytja okkur fréttir af öðrum atburðum en þessum, fjandinn hafi það. Lokaniðurstaða prófkjöranna og síðan úrslit kosninganna sjálfra eru að sjálfsögðu fréttaefni sem flestir fylgjast með og í lagi að flytja pistla um þetta annað veifið, en fyrr má nú aldeilis fyrrvera hvað hægt er að demba yfir mannskapinn. Það verður eitthvað þegar kosningarnar sjálfar fara fram.
Íslendingar áhugasamir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 11:13 | Facebook
Athugasemdir
Já, við erum svo áhugasöm, alveg ótrúlegt, en hér er lítið að ske. Það eru allavega ekki bloðsúthellingar eða þess háttar.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 19:58
En - hverjum heldurðu með?
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 20:41
Held með engum og er í raun alveg hjartans sama hver vinnur. Veit að það eru Rockefellerar og aðrir auðkýfingar sem stjórna alfarið þessu embætti sem barist er um. Persónan sem gegnir embættinu er bara "face with out power" hvernig sem á það er litið. Vopnasala vantaði stríð. Allt of langur friðartími og Írak því kjörinn vettvangur til að "spreða smá" af lagernum og byggja upp nýjan. Hver græðir? Jú tell mí, Hrönn.
Halldór Egill Guðnason, 7.2.2008 kl. 01:59
Já ég er líka svakaleg klinta, en þar sem ég á svartan tengdason og fallega lituð börn, þá vil ég Obama til vara.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.2.2008 kl. 21:23
Ég vil Clinton og Obama í varaforsetaembættið!
Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:40
hjúkket Halldór..... ég var farin að halda að ég væri sú eina sem ekki fylgdist með, þar sem ég hef ekki snefil af áhuga á þessu kosningabrölti þarna í Ameriku..... allt í lagi að birta fréttir af gangi mála....en þarf þetta að vera svona asskoti ítarlegt.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.