1.2.2008 | 10:25
Stjörnuspá Steingeitur 01.02.´08.
"Steingeit: Þú bíður ekki eftir því að vera hamingjusamur. Hægt er að detta inn og út úr hamingjunni á ástæðu. En þú hefur margar ástæður."
Held ég verði bara heima í dag. Jafnvel undir rúmi eins og Hrönn bloggvinkona mín á til að gera. Nenni ekki að vera að detta inn og út úr hamingju í allan dag "Á" ástæðunni. Greinilega mjög há og flughál stæða þessi ástæða og ekki gott að vera hamingjusamur "Á" henni. Svo á ég að hafa margar ástæður líka, en ekkert að nenna að bíða eftir hamingjunni! Kæri mig bara ekkert um svona stæður, hvað þá ástæður. Þetta eru ferlegar aðstæður, ég segi nú ekki annað. Ætli sé hægt að detta af þeim líka? Altso aðstæðunum? ....Farinn undir rúm...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Ástæður - geta verið INNISTÆÐUR . Eða bara Afstæður .
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 1.2.2008 kl. 12:09
Ég mundi bara detta í það og detta svo út upp í rúmi eða eitthvað.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 12:52
Þetta ert þú, ef spáin rætist:
Púff.... Það er ástæðulaust að lesa stjörnuspár.
Anna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 13:59
Þið Hrönn ættuð kannski bara að skríða saman undir rúm, svona upp á félagsskapinn.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.2.2008 kl. 17:36
Það er nóg pláss undir mínu rúmi
Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 21:24
... Halldór, Halldór komdu undan rúminu eins og skot... hamingjan er ekki þar...
Brattur, 1.2.2008 kl. 21:47
Marta B Helgadóttir, 1.2.2008 kl. 22:08
Je minn hvað ég er fegin að vera ekki steingeit..... ég hefði sko líka troðið mér undir rúm með Hrönnslu.....og ef að hamingjan býr ekki þar þá veit ég svei mér ekki hvar hún býr......
Fanney Björg Karlsdóttir, 2.2.2008 kl. 00:06
Upp upp mín sál og allt mitt geð....
Edda Agnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.