27.11.2007 | 10:05
Dásemdir einkavinavæðingarinnar.
Það vantar ekki gorgeirinn í þá frjálshyggjugutta og smjörgreiddu preláta sem fjargviðrast yfir því að ríkið skuli standa í rekstri á almennum neytendamarkaði. Ríkisrekstur sé af hinu illa hvernig sem á það sé litið og beri að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Alla vega þann hluta sem hægt er að græða á. Hitt megi ríki og sveitarfélög eiga, eins og t.a.m. þjónustu við aldraða, fatlaða og annað óarðbært lið sem ekkert gefur í aðra hönd. Helst á náttúrulega að koma arðvænlegum eignum og fyrirtækjum á vegum ríkisins og þar með almennings í landinu í hendur þeirra sem "kunna með að fara". Undarlegt annars, hve sá hópur sem fengið hefur megnið af ríkisfyrirtækjum á slikk er oft á einn eða annan hátt tengdur þeim sem falið er að tæta þessi fyrirtæki í sundur og selja. Allt í nafni frjálsrar samkeppni að sjálfsögðu og án efa til "góðs" fyrir hinn almenna neytanda. Hins sama almennings og sem átti sinn hlut í að byggja upp þessi fyrirtæki og naut þess á móti að ekki var okrað og svínað á sér. Frjáls samkeppni hlýtur að leiða til lægra verðs á öllum vörum og þjónustu, ekki satt? Þessu þvaðri þreytist frjálshyggju og einkavinavæðingarskríllinn aldrei á að hella yfir okkur. Gott ef almenningur er ekki farinn að trúa þessu bévítans rugli að einhverju marki. Hver er svo afraksturinn af þessu öllu saman í dag? Velsæld í formi lægra verðs á vörum, þjónustu, húsnæði eða lánsfé? Bara spyr. Andskotans vitleysa sem þetta er að verða. Ég segi það nú bara. Farinn að hljóma eins og argasti sósíalisti en það verður bara að hafa það.
Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil benda þér á þrjár staðreyndir:
Símafyrirtækin á hinum norðurlöndunum eru líka einkavædd.
Verð á farsímaþjónustu hefur lækkað hér á landi um 23,5% á fjórum árum.
Kaupendur Símans þurftu að punga út 66 milljörðum fyrir hann. Heitir það slikk í þínum bókum?
Sigurjón, 27.11.2007 kl. 10:59
Má benda þjér á að síminn hefur frá
upphafi verið í einkaeign (ekki ríkis)
í ódýrasta landinu Danmörku.
Leifur Þorsteinsson, 27.11.2007 kl. 11:13
Hljómar einsog argasti en helv. góður sósíalisti
Heiða Þórðar, 27.11.2007 kl. 14:59
Gott tuð.
Marta B Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 23:28
Það klingir bjöllum hérna megin, ekki jólabjöllum, heldur sosíalistabjöllum, sem ég vil kalla félagshyggjusamhljómur.
Mér finnst undur vænt um þig, og endilega haltu áfram að tuða.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.11.2007 kl. 22:25
Amen á eftir efninu.
Bestu kveðjur úr Kvosinni frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 28.11.2007 kl. 22:32
Vinsamlega taka þátt í vísindalegri könnun á síðunni minni ?
Marta B Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.