29.10.2007 | 15:55
Eggjahræra?
"Hættu að telja eggn(orðrétt) í körfunni þinni og pæla í hvaða egg ætti að flytja í aðra körfu. Hagaðu þér eins og ef þú vissir að til væru endalausar körfur og egg."
Ég veit eiginlega ekki hvað er til bragðs að taka, eftir að hafa lesið stjörnuspána mína í dag, sem sést hér að ofan. Þakka bara fyrir þegar dagur verður að kveldi kominn. Má teljast heppinn ef maður endar barasta ekki daginn samanvöðlaður ofan í körfu með ommelettu samkvæmt þessu. Hvaðan þessi spá er fengin, er ekki gott að segja og er að spá í að lesa hér eftir stjörnuspána bara á kvöldin, rétt áður en maður skríður í skúffuna. Maður brýtur andskotinn hafi það engin egg á því.
"Tuh", "Hagaðu þér eins og ef þú vissir að til væru endalausar körfur og egg."....ég skal barasta segjykkur það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er það hæna sem skrifar stjörnuspána í dag ?
Anna Einarsdóttir, 29.10.2007 kl. 18:12
... Halldór er alltaf að spá í skúffuna þína... hver lokar henni á kvöldin þegar þú er skriðin niður í hana, ha?...
Brattur, 29.10.2007 kl. 18:44
Ég var einmitt að spekúlera í þessari stjörnuspá....spurning hvort að við skjótumst ekki saman í Rúmfatalagerinn á morgun og fjárfestum í nokkrum körfum og "egg-num".... bara svona til öryggis...
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 29.10.2007 kl. 19:59
Já Anna, það hefur sennilega verið hæna sem skrifaði þetta.
Brattur minn, ég sef í opinnni skúffu, sem ég síðan loka á daginn. Þannig hef ég fulla stjórn á henni.
Erla: Spurning að koma við í Hagkaupum í leiðinni og taka með einn bakka af meðalstórum eggjum (eggnum)
Halldór Egill Guðnason, 29.10.2007 kl. 20:47
Sefurðu í kommóðu?
Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 20:52
Þú ert eitthvað að misskilja þetta Halldór minn, stjörnuspáin er bæði fyrir karla og konur og svo verður þú að taka það sem þú átt og leyfa konunum að eiga hitt! Stjörnuspáin er styrkt af http://amor.is/
Edda Agnarsdóttir, 29.10.2007 kl. 22:28
Hvenær er skúffan opin segirðu?
Marta B Helgadóttir, 30.10.2007 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.