Björgunarvesti í flugvélum-Fallhlífar í skip?

Það er hálfundarlegt að hugsa til þess, að á hverjum degi er flogið með mörg hundruð þúsund björgunarvesti milli landa. Fyrir þá sem ekki vita, eru björgunarvesti ætluð til brúks fyrir þá sem lenda, af einhverra hluta sökum í sjónum og vilja, vegna lífsþorsta, halda sér á floti. Öll þessi vesti hljóta, eðli málsins samkvæmt, að vega einhverjar hundruðir eða þúsundir tonna og kostnaður við að halda þessu annars ágæta björgunartæki fljúgandi um allan heim, hlýtur að hlaupa á milljónum króna hvern einasta dag ársins og í raun alger vitleysa. Hvern fjandann hefur maður með björgunarvesti að gera í flugvél? Hversu oft hefur björgunarvesti bjargað mannslífum í flugslysum? Þetta er einhver mesta vitleysa sem hægt er að hugsa sér. Með því að henda björgunarvestum úr öllum flugvélum heimsins, mætti spara þvílíkar fúlgur, að engu tali tekur. Að auki myndi fáránleg sýnikennsla flugfreyja og þjóna um borð í hverri vél hætta og kannski að maður fengi frið til að koma sér almennilega fyrir, áður en flugið hefst. Á stuttum flugferðum er varla hægt að halla orðið .haus að kodda fyrir alls konar öryggiskjaftæði og vitleysu eða auglýsingum orðið. Já, það er eitt og annað sem flýgur gegnum einfaldan haus sem bíður eftir flugi heim í erlendri flugstöð. Fallhlífar í skip....er það kannsi það næsta sem mönnum dettur í hug? Bara spyrWhistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alveg eðalgott tuð.    Já, af hverju eru ekki frekar fallhlífar í vélunum ?

Anna Einarsdóttir, 23.10.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nú varð ég skelfingu lostin!! Ertu að segja að öll þessi vesti geri ekkert gagn????? Ónei og óvei þér, nú flýg ég aldrei róleg aftur. ALDREI!!

kveðjafrádramadrottninguaðaustansemaðmargramatiáalltofmikiðafhlaupaskómenaðeiginmatiallsekki.......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Sko... við skulum vera allveg raunsæ.... vestunum er alls ekki ætlað það hlutverk að "bjarga" einu eða neinu.... tilgangurinn með vestunum er að auðvelda björgunarmönnum að fiska okkur upp úr sjónum með þar til gerðum handföngum sem á vestunum eru......... þannig að þau eru klárlega nauðsyn en mættu allveg vera léttari....

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.10.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hrönn.: Þú mátt ekki senda svona löng orð! Ég þurfti a<ð fara í tölvuna uppi til að klára orðið.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ok

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Og ég sem er nýbúin að fara á námskeið vegna flughræðslu

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.10.2007 kl. 19:06

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Annað hvort flýgur maður(kona) eða ekki!

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2007 kl. 20:21

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er að fara til DUbbbbbblínar, ekki á morgun heldur hinn, ég ætti kannski bara að fá mér froskbúning og taka þetta á skriðinu.

Margt smátt gerir eitt stórt, þetta minnir mig á þegar ég hætti að nota mjólk í kaffi.  Mér var bent á, að ef ég notaði 2 lítra af mjólk á viku í kaffið,  drekk alveg óskaplega mikið kaffi, eina 8 - 10 bolla á dag.

Já, ef það væru 2 á viku, gerði það 104 lítra á ári og það samsvaraði  hálfsmánaðar orkuþörf minni.  Nei, mér datt þetta í hug, þegar ég las bloggið þitt. um öll björgunarvestin, ef þau eru talin saman, hversu mikil orka ætil sé notuð til að fljúga með þau.  

Og hversu mörgum lífum hafa þau bjargað.  Þetta er bara dj. gott tuð hjá þér Dóri. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.10.2007 kl. 21:31

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi vesti gera ekkert gagn. Fá eða engin dæmi eru um vel heppnaðar nauðlendingar á farþegavéla yfir vatni og farist vélar yfir vatni farast þær bara.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.10.2007 kl. 00:04

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Manni líður bara betur með því að halda það að eitthvað gagn sé í þessu. Falskt öryggi er betra en ekkert öryggi ...........?

Marta B Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 01:12

11 identicon

Ha, ha.... ég hef svo oft hugsað það sama en aldrei kunnað við að segja það upphátt... Væri gaman að vita hvort þessi vesti hafi einhverntíman bjargað nokkurri manneskju

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:20

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm ágætis tuð! fer að koma heim með flugvél svo þetta verður líklega efst í hugaum, annars er ég löngu hætt að hlusta á allt þetta vestis kjaftæði í vélunum þótt skömm sé!

Edda Agnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 19:27

13 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Halldór.

Á Mbl segir orðrétt í dag. Slysatíðni í þotuflugi í heiminum fer ótvírætt lækkandi, og ef hún hefði haldist óbreytt frá því sem var 1996 hefðu slys á síðasta ári verið 30 en ekki 11 eins og reyndin var.

Þetta eru án vafa góðar fréttir fyrir flughrædda en ég veit svosem ekki hvort þetta geri nein kraftaverk fyrir mig hvað varðar flughræðsluna. Hitt er annað að ég tek undir það með þér í grein þinni að allt þetta öryggisprógram fyrir flugtak má eflaust af einhverju leiti missa sín en fyrir suma er þetta eflaust hughreistandi þrátt fyrir að á ýmsa virki þetta jafnvel hálf ógnvekjandi. Ég er á meðal þeirra síðar nefndu. Hvað getur maður svosem gert ef eitthvað fer úrskeiðis?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Kvosinni.

Karl Tómasson, 24.10.2007 kl. 21:39

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er góður punktur hjá þér, mér hefur alltaf leiðst þetta vestadæmi. Ég er flughrædd og verð það sjálfsagt alltaf, rembist við að vera hress og drukkin þegar ég flýg.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:21

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég var í marga daga, Halldór, að þykjast vera að kaupa miða til Billund, í von um að engir miðar fengjust dró ég það eins og ég gat en á endanum keypti ég miðanna og auðvitað mikklu dýrari en ef ég hefði keypt þá strax og ég var ekki búinn að láta vita heima hve heppin við vorum að fá síðustu miðana - en jú svolítið dírari, þegar ég svo las þetta hjá þér.

 Ég ætla að hringja og segja að miðarnir hafi selst upp, ég henti miðunum og flýg ekki meira.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.10.2007 kl. 23:58

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Högni, Eimskip er með pláss fyrir einhverja farþega. Þar er hægt að nota vestin. Nema þá að þeir séu búnir að skipta þeim út fyrir fallhlífar Ekki ætlaði ég að gera neina af vinum mínum fráhverfa því að fljúga. Vildi bara benda á orkusóunina við að fljúga þessu gagnslausa vestadóti þvert og kruss um heiminn. Er ekki umhverfisvakning í gangi annars, ha? Högni, þú átt bókað á laugardaginn til Billund og verður sóttur, hvort sem þér líkar betur eða ver.

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2007 kl. 00:41

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fanney.: Það er örugglega ekki til þess fallið að minnka flughræðsluna, að afhenda flughræddri manneskju bara björgunarvestið og láta hana halda á því á leiðinni! Mér er sjálfum ekkert allt of vel við að fljúga, en þarf þess engu að síður, vegna vinnunnar. Hef lent í því að vera "næstum því hrapaður" og sá þá hve fáranlega tilgangslaus þessi blessuðu vesti eru.

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband