"Hafnarómyndarhverfi" Hafnarfjarðar.

Nú er verið að leggja lokahönd á "gámastæður með gluggum" við Norðurbakkann í Hafnafjarðarhöfn. Búið er að girða fyrir gömlu bæjarímyndina, með gömlu húsunum og sjarmanum sem þeim fylgdi. Nú sést varla  í þessi hús, en í stað þeirra blasir nú við einhver ömurlegasti kassahaugur sem sést hefur við nokkra höfn hér á landi. Held svei mér þá að gámarnir á athafnasvæði Eimskipa í Sundahöfn hafi meiri sjarma en þessi "kubbahaugur" sem stendur þarna fram á bryggjuendann. Fyrir opnu hafi, með tilheyrandi seltu og ágangi sjávar, hlýtur að vera draumastaðsetning hverjum þeim er langar í nýja íbúð. Gluggaþvottamenn landsins sjá fram á gósentíð ef heldur sem horfir í þessu fjörubrölti byggingarverkatakanna. Meira að segja farið að fylla fram í fjörur svo troða megi fleiri kössum í flæðarmálið og byrgja þannig örugglega öllum þeim sem innar búa í bænum útsýni og sólarljós. Gáfulegur andskoti eða hitt þó heldur. Fæ seint nóg af því að tuða um þennan ósóma, en það hefur að sjálfsögðu ekkert annað upp á sig en að vera sífúll og eilíflega tuðandi. Áf ótta við of háan blóðþrýsting og hjartastopp, ætla ég því ekki að hætta mér í umræðu um turnafárið við Skúlagötuna í Reykjavík. Þann skandal gæti maður nú bara.......nei, hættur........sprengitafla........glump!Angry

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

   Er allt í lagi með þig Halldór ?

Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 15:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú þegar búin að taka 5 sprengitöflur eða þannig, var að fá bréf frá Trst. sjá færslu mína. Ég tek sko undir með þér með þessa helv. ómynd á höfninni. Bjó nú samtals í 20 ár í Hfj. og finnst þetta hrein og klár skemmd á bænum. Og hvaða árátta er þetta að byggja út í sjó? skil ekki baun í þessum bjánaskap.EIn geðvond að austan.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Halldór, viltu koma í leik á blogginu mínu kl. 10?

Edda Agnarsdóttir, 10.10.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband