24.8.2007 | 00:16
Djöfulsins bömmer að vera kona á Íslandi
"Haustið 2002 leitaði 19 ára stúlka til neyðarmóttöku á Landsspítalanum vegna nauðgunar. Hún hafði vaknað heima hjá ókunnugum manni eftir ferð á bar með vinafólki og mundi ekkert eftir atburðarás næturinnar. (Flunitrazepam?) Stúlkan var með áverka á kynfærum sem voru það miklir að hún þurfti að fara í lýtaaðgerð. "Ekki var talin sönnun fyrir brotinu og ríkissaksóknari gaf ekki út ákæru. Hann ákærði heldur ekki fyrir líkamsárás sem er refsiverð þótt afleiðingarnar verði bara metnar árásarmanni til gáleysis."
Hvað er málið? Nefbrot hefði verið kært.
Og hvað eigum við lengi að þola að Flunitrazepam sé fáanlegt á Íslandi þrátt fyrir að sýnt sé að það sé til fullt af lyfjum sem geta leyst það af hólmi.
Lít svo á að Guðlaugur heilbrigðisráðherra eigi næsta leik. Gengur lítið hjá hans undirsátum að koma þessari ólyfjan af markaðnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr,heyr....alveg með ólíkindum.
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 24.8.2007 kl. 00:26
Það er alveg með ólíkindum setningin sem ég heyrði lögreglumann segja fyrir örfáum dögum...... "Réttur einstaklingsins er svo sterkur"..... og hann var þá að tala um meintan geranda.... mann sem hótar og hundeltir fyrrverandi kærustu.
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 00:34
TAKK!!
Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 00:44
Já það er spurning hvað Guðlaugur gerir... Reyndar gerðist ekkert ósvipað dæmi sem ég þekki til ekki fyrir svo löngu síðan.. stúlkan sú man síðast eftir sér á ónefndum bar þar sem hún var að byrja á sínu öðru bjórglasi.. var seinna um nóttina nauðguð af 4 mismunandi karlmönnum...
Björg F (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 18:26
þetta er hryllilega sorglegt, ég hef reyndar bara lesið sögur í blöðum og á bloggum en þvílíkur hryllingur og viðbjóður hvernig getur fólk þetta?
halkatla, 3.9.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.