10.8.2007 | 16:55
CSD500! -Bílaframleiðendur í bobba!
CSD500- Þetta vöruheiti eða tegundarnafn á ekki merkilegra fyrirbæri en gúmmítúttu, setur bílaframleiðendur og fleiri í talsverðan bobba. Sé fram á að fljótlega munum við sjá Volvo GLSE-XTR-3600-TDI- 2,9SL-DOCH-TURBO-INTERCOOLER-PREMIUM-7000, á götunum. Tæplega fara Volvo, Ferrari og fleiri að hafa færri aukastafi í tegundunum hjá sér en DUREX, þó þar sé alltaf gaman.........saman.
Mynnir um margt á þann tíma, þegar hægt var að kaupa BMX-TURBO.....reiðhjól
Miklar vonir bundnar við nýjan smokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert, svo meira sé ekki sagt. Ég átti bara venjulegt BMX reiðhjól sem barn. Var aldrei sagt frá fullkomnari eða kraftmeiri módelum.
Sigurður Axel Hannesson, 10.8.2007 kl. 18:41
Getur þú sannreynt vörur fyrir okkur?
Halla Rut , 10.8.2007 kl. 19:20
Sigurður.: BMX-TURBO, sagt og skrifað. Keypt í Edika í Þýskalandi 1900 og eitthvað. Þú hefur verið hlunnfarinn í æsku með ódýrustu týpunni.
Halla Rut.: Til í allt sem ekki meiðir og þarfnast ekki mikils úthalds.
Halldór Egill Guðnason, 10.8.2007 kl. 20:05
Ég skal sjá til þess að í framtíðinni munu mín börn hjóla um á Mongoose Twin Turbo Z-GLX 3.L V6 XC30-80 AR8200ODTT.
Að mestu gamni slepptu, þá er þetta stafarugl í vöruheitum komið út í öfgar. Fyrir löngu.
Sigurður Axel Hannesson, 10.8.2007 kl. 20:33
las að þessir smokkar eigi að auka stinninguna´hjá karlmönnum og pant! hlutabréfin í smokkafyrirtækinu æstust upp.. skil ekkert í þessum æsingi í svoleiðis dót.. ég hef bara aldrei kynnst karlmönnum með einhver stinningarvandræði vandræði ... en þetta er kannski eitthvað sem gleður þig Dóri minn..
Björg F (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 15:28
Turbo smokkar? Ekki svo vitlaust, í það minnsta bara ef hægt er að fá karlmenn til að nota þetta og gera þetta að eðlilegum þætti tilverunnar að þá kæmu þeir fyrir mörg vandamál í veröldinni!
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 08:35
Björg mín.: Menn á mínum aldri spá lítið í þessar gúmmítúttur. Við þökkum bara fyrir að fá að borða, hafa reglulegar hægðir og enska boltann
Edda mín.:Turbo er eitthvað sem snýst eða hreyfist rosalega hratt og klárar dæmið á "no-time". Hræddur um að það myndi bara auka vandann..
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 13:43
Já er það eimitt sem að karlar vilja? Ég veit ekki betur að hitt sé undantekningin frá reglunni þangað til kona tekur þá í uppeldi. (ullakerling og broskona)
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 14:06
Þetta fer að verða spennandi hérna.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 14:13
Já það má lengi teygja þetta og toga
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 14:20
...reglulegar hægðir segiru.. svo sexí.. og þú hefur væntanlega fjárfest þér í nýrri rúllu eftir að hin var uppurinn og ferð jafn varlega og nytsamlega með bíst ég við.. ný ást kannski?
Björg F (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 19:56
Kristjana.: Já...þetta gæti orðið "áts"
Björg.:"There is always a space for a new roll in my life" Þarf reyndar að fara að gíra mig niður á ný, áður en Máritanía tekur við. Þar spá menn ekki í "gúmmítúttur", hvorki turbo né með beinni innspýtingu. Þetta með ástina....tja, ef maður getur orðið hugfanginn af rúllu, er aldrei að vita hvað gerist næst Rúllan reyndist allavega vel, svo lengi sem hún nú entist blessunin. Ekki margir vinir sem standa með manni fram að eigin endalokum. Blessuð sé minning hennar Ég geymi ennþá hólkinn innan úr henni. Mun ætíð skipa heiðurssess í mínu hjarta. Önnur rúlla næst og spennandi að sjá hvort hún stendur sig eins vel
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 21:56
Hahahahahaha Það er hættulegt að sitja fyrir framan tölvuna. Maður hlær sig í keng.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:54
Væri ekki ráð að fara að huga að pillum sem koma jafnvægi á magann og um leið hægðirnar?
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:47
Kolatöflur.....?
Halldór Egill Guðnason, 13.8.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.