Asparfrjóatuð!

Aspir geta verið fögur tré. Fljótvaxnar og tilvaldar fyrir þá sem ekki nenna að bíða í fimmtíu ár eftir almennilega hávöxnum trjám í sínum garði. Í minni götu er ógrynni aspa og það ekkert smáar. Reyndar svo háar að þær byrgja mér orðið alla sýn til Snæfellsjökuls og nágrennis yfir sumartímann og langt fram á haust. Nú stendur yfir "frjólosun" hjá þessari andsk..... óværu og er gatan öll og garðurinn minn eins og skíðasvæði yfir að líta. Búinn að myndast við bera fúavörn á sólpallinn og húsið en varð að játa mig sigraðan fyrir sviffrjóum asparinnar í gær. Það sem ég vildi að væri með tekk lit, er orðið eins og hvítt ríateppi og enginn tilgangur að halda þessu áfram. Hér er ekki snjókoma, hér er frjókoma! Farið að safnast í skafla og tæpast hægt að dvelja utandyra fyrir þessari óværu. Gott ef skellur ekki á skafrenningur af þessum andskota, ef hreyfir vind. Vitin full af hálfgerðri bómull og liggur við að maður snýti túrtöppum! Aspir eru fallegar, en þetta er einum of. Farinn að hugsa til þeirra eins og blessaðs mávsins og lúpínunnar.: Allt er gott í hófi, en fyrr má nú andsk.....! Ætti að vera í einhverjum reglugerðum að tré mættu ekki verða hærri en húsin sem þau standa við og allar aspir skuli fella, er þær ná tuttuga ára aldri. Ég hef þegar fellt ellefu stykki í mínum garði. Atsjú. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... aspir eiga ekki heima í borgum og bæjum, rætur þeirra eyðileggja lóðir og vaða í gengum allt... ég held að í mörgum erlendum borgum sé öspin hreinlega bönnuð... en ég er með slatta af henni út í sveit við sumarbústaðinn... og þar nýtur hún sér vel og ilmar...

Brattur, 14.7.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur.: Sammála því að stemma stórkostlega stigu við þessari annars ágætu trjátegund. Í þéttbýli á hún ekkert erindi. Jafnvel hægt að deila um ágæti hennar við sumarbústaði. Þar sem engin tré eru, er í lagi að planta henni, en þar sem birki eða annað er fyrir finnst mér öspin ekkert annað en "pjúra" stílbrot.

Kristjana.: Bíddu bara, þær eiga eftir að skyggja á þig aftur og sturta yfir þig ormum. Þá hringirðu í verktaka í verkið.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vertu með það á hreinu Halldór, að þú sért búinn að snýta þér þegar þú kemur á skákmótið. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég á enga nágranna lengur.  Þeir fluttu af því það var heví partý heima hjá mér í nótt.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Anna, varstu ekki í tjaldi í nótt? Er bara hægt að fá leigt hjá þér undir partý og þú flytur út á meðan. Brattur.: Kauptu þrjár!

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 20:58

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það var sko engin leiga borguð mér vitanlega.  Brattur tók sér dómaraleyfi og setti upp geim.  Æi, hann mátti það svosem alveg.  Nágranni kemur í nágranna stað.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:16

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ég var víst þar í gær.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 21:17

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég veit það maður

Það er aftur partý núna - allsstaðar sýnist mér.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:25

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guð hjálpi þér...
Annars vildi ég bara láta þig vita að ég hafi verið hér í smá tíma að lesa... KVITT

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.7.2007 kl. 21:29

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ert þú ekki full ungur til að vera vakandi núna Gunnar Helgi ?

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:41

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kunni ekki við að nefna þetta. Var svo þakklátur fyrir innlitið

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 21:44

12 identicon

Elsku tuðari... þú toppar tuðið.. svo satt sem það er sagt  .... ég er nú aðallega farin að vorkenna gróðrinum út af þessum vatnskorti.. Anna..; Nú er það 50´tugs í Lyngbrekku afmælið hjá Hansa frænda á föstudaginn.. sé þig kannski þar?

Björg F (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:30

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Björg, því miður !  Ég er að fara í þriggja daga hestaferð á Löngufjörum á næstu helgi með Jórunni frænku þinni. 

Við verðum að bóka deit bara kjéddla mín.

Takk fyrir lánið á bloggsíðunni þinni Halldór, ég átti það svo sannarlega inni.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:36

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekkert að þakka Anna mín. Eftir partýið á þinni síðu síðastliðna nótt, hjá okkur strákunum, er ekkert sjálfsagðara Hér koma hvort eð er yfirleitt svo fáir að maður vatnar bara músum við hvert innlit. Er t.d. hágrenjandi núna

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 23:15

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Það er bögukeppni hjá Bratti annaðkvöld !  Verstu vísur ever munu fæðast þar.  Eina skilyrðið er að þær rími nokkurn veginn.  Brattur er sko ekki heima þá. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:23

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mæti! Það er klárt! Verð búinn að útvega aðra mús. Er samt að spá í að fá mér rottu. Þetta hjóladrasl dugar ekki meira en 40 komment ...Byrjaður að "hnoða" í bögur, vísur, eða bara eitthvað. Verð aldrei skáld en á auðvelt með að tuða.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 23:34

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur verður ekki mjög brattur þegar hann kemur heim aftur og sér hvað hefur gengið á.    Ég fer líka að hnoða saman leir.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:41

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Má ekki einnig fara með "tuður"? ( Vinn örugglega )

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 23:48

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú, það má eiginlega allt.  Er sko enginn heima svo það er ekkert hægt að spyrja um leyfi. 

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:49

20 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þar sem þögn er sama og samþykki, geng ég út frá því að Brattur annaðhvort samþykki, eða í versta falli sitji hjá. Ef ekki, mun eftirlitsdómarinn láta í sér heyra! Nú er það koddinn. Teljarinn að nágast 10.000  Ja hérna mar.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 23:55

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það eru ALLIR komnir á koddann nema ég !

Mætti halda að þið hafið vakað frameftir öllu í gær.

Anna Einarsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:58

22 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það gerðum við svo sannarlega og ég var síðastur í koju. Tuðaði út í tómið í amk hálftíma

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 00:01

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég ætla ekki að fara að sofa strax.  Er í fríi alla næstu viku, ein með sjálfri mér.    Lágmarkskurteisi við mig að snúa sólarhringnum hálfhring.  Mér finnst að bloggvinir þínir eigi að hafa músar-samskot fyrir þig.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:11

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Altså lágmarkskurteisi af mér við mig að snúa sólarhringnum um 180 gráður.  Þú mátt sofa sko.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:12

25 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Minna má það nú varla vera uppí leiguna í gærkveldi  á "strákakvöldinu". Veistu Anna, þó að músin dytti í þúsund parta er ég alveg handviss um að ég gæti tuðað mig inn á hvaða síðu sem

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 00:15

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha  ..... myndir bara nota næstu skrúfu til að skrolla með.

Svona eiga menn að vera !  En ekki mýs. 

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:18

27 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er annars farinn að hafa áhyggjur af því að tuða kannski fullmikið. Fæ amk komment á hverjum degi um það að ég sé svo "ogeslea gamldas" Þau ættu bara að sjá þegar við Brattur þreygjum boðsundið! Þá fer sko um mannskapinn!

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 00:28

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég ætla a.m.k. að sjá það !  Brattur og Halldór í boðsundi í sturtunni hjá Ægi.  Verður ógleymanlegt. 

Ekki hlusta á tuðið í þessu fólki maður !

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:31

29 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bíddu... boðsund hjá Ægi??? Er hann ekki með hornbaðkar!!? Það lýst mér ekkert á Brattur klúðrar þvó örugglega! Hann er svo vanur að fara fram og til baka í sínu kari. Man ekki til þess að hann hafi nefnt neinar beygjur. Nei Anna, þetta gengur ekki

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 00:37

30 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha   Þú hefur verið plataður.  Þetta er sko STURTA !  Það er ekki einleikið hvað Brattur tekur að sér margar og mismunandi keppnisgreinar.

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:40

31 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Veit Brattur af þessu? Ég sit hér sem lamaður ! Ja nú þarf maður heldur betur að hugsa sinn gang upp á nýtt. Var ekki alltaf talað um 200 sentímetra? Sturtubotninn er ekki meira en 80 sentímetrar svo ég er að hugsa um að láta Bratt byrja boðsundið. Þá þurfum við ekkert að skipta. Hann sér bara um þetta

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 00:48

32 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hann strandar ! 

Kannski hefur samt Ægir verið grand á´ðí og haft sturtuna nógu stóra fyrir keppnissund ?  Ætl´ann sé með áhorfendabekki ?

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:54

33 Smámynd: Halla Rut

ég elska Aspir, þær vaxa allavega. Ég hef enga þolinmæði í annað.

Halla Rut , 16.7.2007 kl. 00:59

34 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hef meiri áhyggjur af áfalla og skyndihjálpinni en bekkjunum. Djö.... að geta ekki varað Bratt við! Hann fær sjokk á þriðjudaginn. Þessu átti hann ekki von á. Ég sem ætlaði í háttinn. Mér verður ekki svefnvært. Best að trítla í smá gönguför með hana Ösku og hugsa sinn gang. Hún virðist þurfa á klóið. Aska er annars Síberíu Husky og fallegasti hundur í heimi. Verst að ég skuli bara vera að passa hana. Að lokinni gönguför, verður lagst á koddann og spáð í botnfjandann. Sturtubotn...........ja hérna.

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 01:02

35 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur verður að venjast því að fá sjokk.  Hann fær sjokk þegar hann nauðlendir í sturtubotninum.  Hann fær líka sjokk þegar hann sér bloggsíðuna sína á þriðjudaginn.  Svo fær hann stórt áfall þegar hann tapar fyrir stelpu í skák.  Og taugaáfall þegar hann tapar fyrir hinum stelpunum líka.  Aumingja Brattur. 

Anna Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 01:08

36 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halla Rut.: Ég elskaði líka Aspir. Alveg þangað til þær breyttu garðinum mínum í skíðasvæði í miðjum júlí. Þetta er ekkert annað en svakalegt að sjá þetta!

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 01:17

37 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Gleðileg jól Halldór minn!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 16.7.2007 kl. 09:48

38 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er s.s. hægt að koma til þín með skíðagræjurnar - það verður kannski skíðamót ofan á skákmót+sundmót ?

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 11:58

39 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Erla- Takk, sömuleiðis. Eins gott ég tók ekki niður seríurnar. Ég vissi að það kæmu jól aftur!

 Edda- Já, ef heldur sem horfir. 5 km ganga með frjálsri aðferð, á skíðum. Fólk samt beðið um að fara varlega innan um rósirnar 

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband