13.7.2007 | 01:43
KLUKK!
Það eru margir að "klukka" á blogginu. Hef ekki heyrt eða séð þetta orð síðan Guð má vita hvenær, en tók ósjálfrátt kipp og klukkaði áfram eins og vitlaus maður, án þess að kynna mér á nokkurn hátt hvað væri eiginlega um að vera.Vona bara að ég hafi ekki móðgað neinn eða pirrað með uppátækinu. Líkt mér að æða af stað í akkorðsklukk án nokkurrar hugsunar, en svona er nú bara tuðarinn. Var síðan klukkaður af einum af mínum eftirlætis bloggvinum, honum Hlyni, sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið blessaður kallinn og seinna af henni Erlu fögru, sem nýkomin er af hönnuðasýningu í Japan. Búinn að kynna mér leikreglurnar örlítið betur( Sem ég hefði betur gert strax í upphafi, í stað þess að æða af stað eins og naut í flagi. Orðið KLUKK kveikti bara einhvern neista sem hleypti mér kappi í kinn og þá er ekki að spyrja að því maður klukkar út og Suður án nokkurar hugsunar. Týpískur ég) Að gefa upp átta, segi og skrifa, átta staðreyndir um sjálfan sig, getur nú verið ansi snúið. Tala nú ekki um þegar maður er ekki með nema kannski fjórar til fimm á hreinu, en ætla að reyna.:
1. Er samsettur úr fólki sem upphaflega bjó í Hnífsdal, Álftanesi, Garði og Bjarnarfirði á Ströndum.(What a mix!)
2. Er þverhaus og nota EKKI auðkennislykil eða heimabanka. (Nema hvað)3. Er tregur til að láta segjast af bankanum mínum og fæ ALLTAF stimpil á greidda reikninga, þó þeir þurfi að sækja hann ofan í kjallara.(Borga í bankanum)
4. Er steingeit og kominn langt yfir miðjan aldur (47), miðað við meðalævilengd karla á Íslandi.(Sem er nú bara nokkuð löng, svona miðað við það sem gengur og gerist)
5. Er afi og þar af leiðandi einnig faðir.(Eins og það þurfi nú að koma fram)
6. Er tuðari og þverhaus.(Sem liggur í augum uppi.)
7. Er forfallin aðdáandi góðs rauðvíns, osta og Pink Floyd.(Vel marineraður eftir öll þessi ár)
8. Er bara þokkalega sáttur við sjálfan mig, enda engu hægt að breyta héðan af og engin ástæða að velta sér upp úr því sem hefði getað orðið, eða betur mátt fara. Restin verður kannski tekin með örlítið minni hraða.( En samt eins miklum og líkamshulstrið þolir)
Man ekki lengur hver ég klukkaði en nokkuð viss um að þau voru örugglega fleiri en átta.
Þverhausar og tuðarar eiga afskaplega erfitt með að spóla til baka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér eru klukk játningarmínar ...var klukkaður af dítu og mansana
1.Var skotinn í Bryndísi Schram í gamla daga
2.hata bræddan ost(fæ mér ostlausa Pizzu)
3.Geri no 2 helst bara heima hjá mér.
4.Elska Diskó og Funk
5.Er hálf hræddur við að fara á hestbak
6.Get hætt við að kaupa veitingar á veitingaúsum eða ís búðum ef mér finnst starfsfólkið subbulegt.
7.Er sólginn í ___
8.Elska konur og börn
Nú þarft þú að klukka einhvern
Einar Bragi Bragason., 13.7.2007 kl. 02:35
Búinn að klukka fleiri en kærðu sig um, að ég held, svo "held ég labbi heim, held ég labbi heim....Þú þarft að gera þetta opinbert. Á þinni síðu vesgú! og takk fyrir.
Halldór Egill Guðnason, 13.7.2007 kl. 03:17
Læturðu stimpla reikningana ! Þú ERT þverhaus maður.
Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 09:46
Loksins búin að fatta Og ég sem hélt að ég væri íhaldssöm hvað varðar nýja tækni - en þú slærð mér alveg út
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:07
Takk fyrir að skýra þetta, ég hafði ekki hugmynd um að hverju þú birtist allt í einu klukkandi í kommentakerfinu hjá mér. En það gæti orðið þrautin þyngri að setja inn 8 staðreyndir um mig, ég er fjandakornið búin að opinbera allt á blogginu!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.7.2007 kl. 13:18
Flottur klukkari Takk!
Marta B Helgadóttir, 13.7.2007 kl. 14:52
Takk fyrir að fylgjast með mér á vestfjarðarflakkinu Halldór, ég held ég sé búin að átta mig á þessu Klukki og er að setja saman lista í huganum
Aðalheiður Ámundadóttir, 14.7.2007 kl. 22:45
Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með. Ekki komið þarna síðan 1974!
Halldór Egill Guðnason, 15.7.2007 kl. 02:28
Skemmtilegur listi - og velkomin í bloggvinahópinn, gaman að fá þig.
Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.